Kveikti í sér til að mótmæla ofríki kvikmyndarisa Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 11:10 Það var ansi tilkomumikið þegar Mike Massa steig logandi á svið á mánudag. Instagram/Twitter Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir. Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira