Kveikti í sér til að mótmæla ofríki kvikmyndarisa Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 11:10 Það var ansi tilkomumikið þegar Mike Massa steig logandi á svið á mánudag. Instagram/Twitter Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir. Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira