Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 21:41 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. „Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58