Bragi og Guðni enduðu úti í á Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 15:00 Skjáskot af upptökur úr bíl Guðna og Braga í þann mund sem bíll þeirra er á leið utan vegar Vísir/Skjáskot Það fór um fyrrum Íslandsmeistarana Braga Þórðarson og Guðna Frey Ómarsson á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endukomu sinni í rallýkeppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir. Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Bragi og Guðni Freyr urðu Íslandsmeistarar í AB-varahlutaflokknum, flokki aflminni bíla, fyrir tíu árum síðan og af því tilefni ákváðu þeir að rifja upp gamla takta og skráðu sig í Ljómarallið sem fór fram í Skagafirði um síðustu helgi. Það fór þó ekki betur en svo að snemma á fyrstu sérleið kárnaði gamanið, Bragi missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og í á sem lá meðfram veginum. „Ég var augljóslega að keyra of hratt, þetta gerist bara nokkra kílómetra inn á fyrstu sérleið keppninnar sem lá um Mælifellsdal,“ segir Bragi í samtali við Vísi. „Ég vissi vel um þessa beygju og hélt að ég gæti tekið hana í þriðja gír, svo var ekki. Ég fer upp í kanntinn hægra megin og upp á tvö hjól, hafði ég reynt að taka vinstri beygjuna hefðum við oltið ofan í ánna, þannig þetta var allavegana skárra.“ Búið var að koma fyrir upptökubúnaði í bílnum og því voru aðdragandinn að útafkeyrslunni sem og viðbrögð þeirra félaga fest á filmu. Bragi hefur deilt uppákomunni á samfélagsmiðlum. Klippan hefur vægast sagt vakið mikla athygli og þá kannski sér í lagi vegna samskipta þeirra Braga og Guðna þegar staðan rennur upp fyrir þeim og þeir sitja í bíl sínum í miðri á. Bragi léttur ofan á bílnum. „Erum við ekki bara stopp eða?“ spyr Guðni eftir að bíll hans og Braga staðnæmist í ánni og mátti heyra á Braga að honum fannst spurning Guðna ansi sérkennileg í ljósi aðstæðna: „Jú við erum út í á sko,“ var svar Braga við spurningu Guðna en myndband af atvikinu sem og viðbrögðum þeirra Guðna og Braga má sjá hér fyrir neðan. Geta má þess að félagarnir sluppu án teljandi meiðsla frá þessum hremmingum enda öryggisstaðlarnir í kringum svona rallakstur með eindæmum góðir.
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira