Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 11:10 Ránið var framið á bílastæði í Eddufelli. Stöð 2/Einar Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. „Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira