Notkun farsíma í skólum Inga Sigrún Atladóttir skrifar 9. ágúst 2023 10:01 Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum. Þekktir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að neikvæð áhrif farsíma og spjaldtölva sé hægt að sjá á börnum nánast samstundis og telja að farsímar í skólum sé tilkomin vegna blindrar trú á tæknina og þeir sem ekki samþykkja bann á farsímum í skólum séu að loka augunum fyrir vandamáli sem blasir við. Flestir sem unnið hafa í skólum gera sér grein fyrir því að farsímar skapa fjölmörg vandamál í skólastarfi. Í hugum fjölmargra kennara og skólastjórnenda snýst deilan um farsíma í skólum því ekki um hvort farsímar skapi vandamál eða ekki heldur fyrst og fremst hvernig bregðast á við vandamálinu. Í umræðunni hafa komið fram andstæðar skoðanir sem kenna má við leiðandi eða skipandi uppeldi. Skipandi uppeldi setur hindranir og bönn til að vernda barnið og takmarka reynslu þeirra en leiðandi uppeldi leggur áherslu á að ræða við barnið um þá reynslu sem það verður fyrir og hjálpa því að yfirstíga þær hindranir sem upplifir.Þeir sem aðhyllast leiðandi uppeldi vilja ræða við unglingana um símanotkun, þau vandamál sem hún skapar og nýta reynslu þeirra til að móta nýjar reglur. Bann við notkun síma í skólum myndi leysa fjölmörg vandamál og auðvelda starfsfólki og mörgum nemendum lífið innan skólans. En rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að leiðandi uppeldi hefur jákvæðari áhrif á tengslamyndun en skipandi uppeldi, leiðandi uppeldi felur í sér meiri nánd við barnið og barn sem alið er upp við leiðandi uppeldi er líklegra til að hafa betri sjálfstjórn og meiri getu til að mynda nærandi tengsl við aðra. Hæfni barna til að stjórna eigin tilfinningum, skapi og hegðun er því lykilatriði í málflutningi þeirra sem ekki vilja banna síma í skólum. Þeir vilja nota vandamálið sem farsíminn skapar í skólastarfi til að þroska barnið, fá það til að velta fyrir sér áhrifum farsíma notkunar á einstaklinga og samfélag og velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í málinu. Í námskránni 2011 var nám barna í grunnskólum fært frá kennarastýrðu námi að nemendastýrðu námi. Þær áherslur koma fram í grunnþáttunum sex svo og í áherslum námskrárinnar á lykilhæfni þar sem nemendur eiga að tileinka sér ábyrgð á eigin námi, taka þátt í lýðræðislegum umræðum og taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru um nám þeirra. Þannig má með rökum segja að símabann sem sett er á án aðkomu barna gangi gegn anda þeirrar námskrár sem íslenskum skólum er gert að starfa eftir. Íslenska námskráin leggur áherslu á leiðandi uppeldi, mannréttindi barna og þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þannig þarf umræðan um símabann að vera um hvar og hvers konar aðkomu unglingar eiga að hafa af reglum um símanotkun í skólum en ekki hvort fullorðnum í íslensku samfélagi sé nóg boðið eða ekki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar: Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023).
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun