Fyrsti atvinnumaður Íslands í frisbígolfi: „Þetta er draumurinn“ Aron Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2023 07:30 Blær Örn Ásgeirsson, fyrsti og eini atvinnumaður Íslands í frisbígolfi til þessa Vísir/Einar Blær Örn Ásgeirsson fetar stíg sem enginn Íslendingur hefur áður fetað. Hann er okkar fyrsti atvinnumaður í frisbígolfi. „Þessi fyrstu skref hafa verið mjög skemmtileg, ég hef lært mjög mikið af þessu. Þetta hófst í rauninni allt í fyrra þegar að ég fór til Bandaríkjanna að keppa á Disc Golf Pro Tour og keppti þar allar helgar,“ segir Blær Örn í samtali við Vísi. „Það var mjög góð reynsla sem ég hef byggt á núna í sumar þar sem ég hef verið að keppa á Evróputúrnum og ferðast um alla Evrópu.“ Á nóg inni Blær hefur undanfarnar vikur verið í fríi frá keppni hér heima á Íslandi en hefur í dag leik á Alutaguse Open mótinu í Eistlandi sem er hluti af Evróputúrnum. „Á þessum fyrstu mótum á túrnum byrjaði ég frekar hægt en það gekk alltaf ágætlega. Fyrsta markmiðið hjá mér fyrir þessi mót hefur alltaf verið að ná í verðlaunafé en svo langar mig alltaf að vera þarna uppi á meðal tíu efstu keppenda. Mig langar að ná þeim sætum. Á undanförnum mótum hef ég verið rétt fyrir utan topp tíu, sem er allt í lagi þar sem ég hef verið að spila cirka á getu, en mér líður eins og ég eigi nóg inni og mun því reyna sína hvað í mér býr á næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Áhuginn kviknaði á Flateyri Blær Örn er brautryðjandi á sínu sviði hvað Íslendinga varðar, spennandi tilhugsun fyrir hann en á sama tíma þætti honum það gott að geta leitað til samlanda upp á ráð og félagsskap að gera. „Þetta er mjög spennandi en á sama tíma væri gaman að vera með fleiri Íslendinga í þessu, bara til að mynda upp á að ferðast með. Ég hef svolítið verið að leita til annarra keppenda frá Norðurlöndunum og þar á ég vini sem ég hef kynnst á undanförnum árum.“ En hvaðan kemur þessi áhugi Blæs á frisbígolfi? „Lengi vel var ég að æfa fótbolta en svo prófaði ég frisbígolf á Flateyri í fyrsta sinn og fann um leið hvað mér þótti það skemmtilegt. Ég sagði foreldrum mínum frá þessari reynslu og eitt leiddi af öðru. Ég fékk frisbígolfsett í afmælisgjöf, viku eftir það keppti ég á Íslandsmótinu og eftir það átti þessi íþrótt hug minn allan. Ég hætti í fótboltanum og sneri mér alfarið að þessu.“ Hausinn rétt skrúfaður á Hvaða eiginleikum þarf maður að búa yfir sem atvinnumaður í þessari íþrótt? „Það mikilvægasta er að vera með góðan haus. Þú ert ekki með neitt lið í kringum þig, ert alltaf aleinn á mótum og því skiptir hausinn og andlegt jafnvægi svona miklu máli. Þú þarft að búa yfir mikilli einbeitingu en á sama tíma ekki að ofhugsa hlutina eða stressa þig of mikið. Svo snýst þetta, eins og í öllum öðrum íþróttum um æfingar. Ég reyni bara að spila eins mikið og ég get dags daglega og er meðal annars með körfu í garðinum heima þar sem að ég get æft púttin sem eru mjög mikilvægur partur af leiknum. Svo þegar að maður er úti á túrnum þá fer tími manns mikið í að ferðast á milli landa, æfa fyrir mót og keppa á þeim. Þetta er ferli sem endurtekur sig aftur og aftur.“ Þeir bestu græða tá á fingri En hvernig er umhverfið í frisbígolf heiminum, er hægt að hafa það gott á því að vera atvinnumaður í íþróttinni? „Ef við skoðum þá bestu í heiminum, þá eru þeir að þéna mjög vel og skrifa undir samninga sem færir þeim yfir eina milljón dollara á ári í sinn hlut bara frá styrktaraðilum,“ svarar Blær en það jafngildir yfir 130 milljónum íslenskra króna. „Þá á eftir að taka inn í myndina verðlaunafé sem þeir vinna sér inn á mótum. Hvað mig varðar þá er ég ekki alveg á þeim stað núna. Ég hef mitt lifibrauð af þessu en þyrfti klárlega á fleiri styrktaraðilum að halda til að geta hafa þetta aðeins þægilegra. Tekjurnar fara að miklu leiti eftir því hversu vel þú ert að spila. Ef þú spilar vel allar helgar þá eru tekjurnar góðar, á sama skapi ef þú spilar illa þá eru tekjurnar í takt við það.“ Draumurinn rættist en þetta er bara byrjunin Eftir komandi mót í Eistlandi heldur Blær Örn á Evrópumótið sjálft. „Þar verða allir bestu spilarar Evrópu mættir. Ég kem síðan heim eftir það mót í fjóra daga og held síðan út á heimsmeistaramótið sem fer fram í Bandaríkjunum að þessu sinni. Ég verð þar í tæpar tvær vikur áður en ég sný aftur heim og fjórum dögum eftir það hefst Íslandsmótið. Dagskráin er því alveg þéttpökkuð en það er bara skemmtilegt.“ Því þetta er það sem Blær Örn stefndi alltaf að á sínum frisbígolf ferli, að verða atvinnumaður. „Þetta er draumurinn sem maður er að upplifa, alveg geggjuð tilfinning. Allar æfingarnar sem maður er búinn að leggja í þetta, það er gaman að sjá þær skila sér núna en mér finnst ég enn eiga nóg inni. Ég er ekki kominn á þann stað, sem ég vil vera á, enn þá. Þetta er því góð byrjun.“ Frisbígolf Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
„Þessi fyrstu skref hafa verið mjög skemmtileg, ég hef lært mjög mikið af þessu. Þetta hófst í rauninni allt í fyrra þegar að ég fór til Bandaríkjanna að keppa á Disc Golf Pro Tour og keppti þar allar helgar,“ segir Blær Örn í samtali við Vísi. „Það var mjög góð reynsla sem ég hef byggt á núna í sumar þar sem ég hef verið að keppa á Evróputúrnum og ferðast um alla Evrópu.“ Á nóg inni Blær hefur undanfarnar vikur verið í fríi frá keppni hér heima á Íslandi en hefur í dag leik á Alutaguse Open mótinu í Eistlandi sem er hluti af Evróputúrnum. „Á þessum fyrstu mótum á túrnum byrjaði ég frekar hægt en það gekk alltaf ágætlega. Fyrsta markmiðið hjá mér fyrir þessi mót hefur alltaf verið að ná í verðlaunafé en svo langar mig alltaf að vera þarna uppi á meðal tíu efstu keppenda. Mig langar að ná þeim sætum. Á undanförnum mótum hef ég verið rétt fyrir utan topp tíu, sem er allt í lagi þar sem ég hef verið að spila cirka á getu, en mér líður eins og ég eigi nóg inni og mun því reyna sína hvað í mér býr á næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Áhuginn kviknaði á Flateyri Blær Örn er brautryðjandi á sínu sviði hvað Íslendinga varðar, spennandi tilhugsun fyrir hann en á sama tíma þætti honum það gott að geta leitað til samlanda upp á ráð og félagsskap að gera. „Þetta er mjög spennandi en á sama tíma væri gaman að vera með fleiri Íslendinga í þessu, bara til að mynda upp á að ferðast með. Ég hef svolítið verið að leita til annarra keppenda frá Norðurlöndunum og þar á ég vini sem ég hef kynnst á undanförnum árum.“ En hvaðan kemur þessi áhugi Blæs á frisbígolfi? „Lengi vel var ég að æfa fótbolta en svo prófaði ég frisbígolf á Flateyri í fyrsta sinn og fann um leið hvað mér þótti það skemmtilegt. Ég sagði foreldrum mínum frá þessari reynslu og eitt leiddi af öðru. Ég fékk frisbígolfsett í afmælisgjöf, viku eftir það keppti ég á Íslandsmótinu og eftir það átti þessi íþrótt hug minn allan. Ég hætti í fótboltanum og sneri mér alfarið að þessu.“ Hausinn rétt skrúfaður á Hvaða eiginleikum þarf maður að búa yfir sem atvinnumaður í þessari íþrótt? „Það mikilvægasta er að vera með góðan haus. Þú ert ekki með neitt lið í kringum þig, ert alltaf aleinn á mótum og því skiptir hausinn og andlegt jafnvægi svona miklu máli. Þú þarft að búa yfir mikilli einbeitingu en á sama tíma ekki að ofhugsa hlutina eða stressa þig of mikið. Svo snýst þetta, eins og í öllum öðrum íþróttum um æfingar. Ég reyni bara að spila eins mikið og ég get dags daglega og er meðal annars með körfu í garðinum heima þar sem að ég get æft púttin sem eru mjög mikilvægur partur af leiknum. Svo þegar að maður er úti á túrnum þá fer tími manns mikið í að ferðast á milli landa, æfa fyrir mót og keppa á þeim. Þetta er ferli sem endurtekur sig aftur og aftur.“ Þeir bestu græða tá á fingri En hvernig er umhverfið í frisbígolf heiminum, er hægt að hafa það gott á því að vera atvinnumaður í íþróttinni? „Ef við skoðum þá bestu í heiminum, þá eru þeir að þéna mjög vel og skrifa undir samninga sem færir þeim yfir eina milljón dollara á ári í sinn hlut bara frá styrktaraðilum,“ svarar Blær en það jafngildir yfir 130 milljónum íslenskra króna. „Þá á eftir að taka inn í myndina verðlaunafé sem þeir vinna sér inn á mótum. Hvað mig varðar þá er ég ekki alveg á þeim stað núna. Ég hef mitt lifibrauð af þessu en þyrfti klárlega á fleiri styrktaraðilum að halda til að geta hafa þetta aðeins þægilegra. Tekjurnar fara að miklu leiti eftir því hversu vel þú ert að spila. Ef þú spilar vel allar helgar þá eru tekjurnar góðar, á sama skapi ef þú spilar illa þá eru tekjurnar í takt við það.“ Draumurinn rættist en þetta er bara byrjunin Eftir komandi mót í Eistlandi heldur Blær Örn á Evrópumótið sjálft. „Þar verða allir bestu spilarar Evrópu mættir. Ég kem síðan heim eftir það mót í fjóra daga og held síðan út á heimsmeistaramótið sem fer fram í Bandaríkjunum að þessu sinni. Ég verð þar í tæpar tvær vikur áður en ég sný aftur heim og fjórum dögum eftir það hefst Íslandsmótið. Dagskráin er því alveg þéttpökkuð en það er bara skemmtilegt.“ Því þetta er það sem Blær Örn stefndi alltaf að á sínum frisbígolf ferli, að verða atvinnumaður. „Þetta er draumurinn sem maður er að upplifa, alveg geggjuð tilfinning. Allar æfingarnar sem maður er búinn að leggja í þetta, það er gaman að sjá þær skila sér núna en mér finnst ég enn eiga nóg inni. Ég er ekki kominn á þann stað, sem ég vil vera á, enn þá. Þetta er því góð byrjun.“
Frisbígolf Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira