Vodafone Sport í loftið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 16:22 Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Ný línuleg sjónvarpsrás Sýnar sem er hluti af samningum við Viaplay hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið hafa Viaplay og Sýn gert með sér tímamóta samstarfssamning. Hluti af samningum er ný línuleg sjónvarpsrás og einkaréttur Sýnar til að selja Viaplay vörur í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2. Nýja línulega sjónvarpsrás Sýnar hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Rásina má finna á rás 14 á myndlyklum Vodafone. Í tilkynningu er fullyrt að á rásinni verði besta íþróttaefnið frá Viaplay Sport og það sýnt hverju sinni í hámarks gæðum. Rásin er aðgengileg viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 Sport og verður innifalin í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2 þar sem að Viaplay Total er innifalið. Allt í einum pakka Frá og með deginum í dag verður Viaplay aðgengilegt í gegnum áskriftarpakka Vodafone og Stöð 2. Í áskriftarpökkunum má finna mismunandi samsetningu á fjarskiptum, skemmtun og sporti á betra verði. Viðskiptavinir einfaldlega velja hvaða pakkar henta þeirra þörfum. Með einni og sömu áskriftinni verður nú hægt að horfa á alla Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Carabao cup, Formúlu 1, Bestu deildina, Subway deildina, NBA, NFL, NHL og Masters og marga aðra viðburði ásamt Stöð 2 sport. Allt á einum stað. Nýja stöðin hefur fengið nafn. Núverandi viðskiptavinir Vodafone sem nú þegar eru með áskriftarpakka fá sendar rafrænar leiðbeiningar á næstu dögum um hvaða áskriftarleiðir Viaplay séu innifaldar í þeirra pakka og hvernig þeir virkja áskriftina að Viaplay. Einnig eru skýrar leiðbeiningar til þeirra viðskiptavina sem þegar eru í viðskiptum við Viaplay um hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir breyta áskriftinni. „Það er okkur mikið ánægju efni að kynna viðskiptavinum okkar nýja línulega sjónvarpsrás Vodafone Sport þar sem allt það besta frá Viaplay Sport verður sýnt hverju sinni. Við hjá Vodafone leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af innlendri og erlendri afþreyingu og bjóðum nú viðskiptavinum upp enn frekara val í afþreyingu með samstarfinu við Viaplay. Vodafone hefur nýlega kynnt nýja áskriftarpakka þar sem að hægt er að fá hágæða net, farsíma, skemmtun Stöðvar 2, Sport frá Viaplay og Stöð 2 Sport, allt á einum stað í mánaðarlegri áskrift. Þetta gerist ekki einfaldara eða skemmtilegra,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Viaplay og Sýn gert með sér tímamóta samstarfssamning. Hluti af samningum er ný línuleg sjónvarpsrás og einkaréttur Sýnar til að selja Viaplay vörur í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2. Nýja línulega sjónvarpsrás Sýnar hefur fengið nafnið Vodafone Sport. Rásina má finna á rás 14 á myndlyklum Vodafone. Í tilkynningu er fullyrt að á rásinni verði besta íþróttaefnið frá Viaplay Sport og það sýnt hverju sinni í hámarks gæðum. Rásin er aðgengileg viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 Sport og verður innifalin í áskriftarpökkum Vodafone og Stöð 2 þar sem að Viaplay Total er innifalið. Allt í einum pakka Frá og með deginum í dag verður Viaplay aðgengilegt í gegnum áskriftarpakka Vodafone og Stöð 2. Í áskriftarpökkunum má finna mismunandi samsetningu á fjarskiptum, skemmtun og sporti á betra verði. Viðskiptavinir einfaldlega velja hvaða pakkar henta þeirra þörfum. Með einni og sömu áskriftinni verður nú hægt að horfa á alla Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Carabao cup, Formúlu 1, Bestu deildina, Subway deildina, NBA, NFL, NHL og Masters og marga aðra viðburði ásamt Stöð 2 sport. Allt á einum stað. Nýja stöðin hefur fengið nafn. Núverandi viðskiptavinir Vodafone sem nú þegar eru með áskriftarpakka fá sendar rafrænar leiðbeiningar á næstu dögum um hvaða áskriftarleiðir Viaplay séu innifaldar í þeirra pakka og hvernig þeir virkja áskriftina að Viaplay. Einnig eru skýrar leiðbeiningar til þeirra viðskiptavina sem þegar eru í viðskiptum við Viaplay um hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir breyta áskriftinni. „Það er okkur mikið ánægju efni að kynna viðskiptavinum okkar nýja línulega sjónvarpsrás Vodafone Sport þar sem allt það besta frá Viaplay Sport verður sýnt hverju sinni. Við hjá Vodafone leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af innlendri og erlendri afþreyingu og bjóðum nú viðskiptavinum upp enn frekara val í afþreyingu með samstarfinu við Viaplay. Vodafone hefur nýlega kynnt nýja áskriftarpakka þar sem að hægt er að fá hágæða net, farsíma, skemmtun Stöðvar 2, Sport frá Viaplay og Stöð 2 Sport, allt á einum stað í mánaðarlegri áskrift. Þetta gerist ekki einfaldara eða skemmtilegra,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira