Leikskólamál í Kópavogi Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:31 Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun