Hinseginvænt samfélag og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 11. ágúst 2023 17:31 Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun