Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 08:36 Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Carbfix Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur. Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur.
Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira