Reyndi að stela steikarhnífum í miðbænum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 06:36 Þjófurinn sem reyndi að stela steikarhnífum í miðbænum var handtekinn og fluttur í fangaklefa. Hnífamynd tengist frétt ekki beint fyrir utan að hún er af hnífum. Magnús Hlynur/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum. Á lögreglustöð 1 sem nær yfir miðborgina, vesturbæ, austurbæ og Seltjarnarnes voru tveir ökumenn stöðvaðir. Annar vegna ölvunaraksturs og hinn af því hann hafði keyrt töluvert yfir hámarkshraða og reyndist vera próflaus. Sá fyrri var fluttur í sýnatöku í þágu rannsóknar og sá seinni fékk sekt. Í miðborginni barst lögreglunni tilkynning um mann að stela steikarhnífum á veitingastað. Viðkomandi var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður af honum skýrsla. Þá segist lögreglan hafa fengið tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem við frekari skoðun reyndist „vera með sölueiningar fíkniefna í fórum sínum og talsverða fjármuni“. Hann var vistaður í fangaklefa vegna gruns um sölu fíkniefna. Rólegra utan Reykjavíkur Það var rólegra í úthverfum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Það var ekkert að frétta í Garðabæ og Hafnarfirði. Á lögreglustöð 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bíla. Þá var bíl ekið á umferðarskilti en ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi og gerðu því ekki viðeigandi ráðstafanir vegna tjónsins. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ barst tilkynning um líkamsárás skömmu fyrir miðnætti. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um það mál. Þá varð umferðarslys skömmu fyrir miðnætti en engin slys urðu á fólki. Einnig barst tilkynning um innbrot í bíl. Þjófarnir höfðu brotið rúðu en stálu þó engu. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Á lögreglustöð 1 sem nær yfir miðborgina, vesturbæ, austurbæ og Seltjarnarnes voru tveir ökumenn stöðvaðir. Annar vegna ölvunaraksturs og hinn af því hann hafði keyrt töluvert yfir hámarkshraða og reyndist vera próflaus. Sá fyrri var fluttur í sýnatöku í þágu rannsóknar og sá seinni fékk sekt. Í miðborginni barst lögreglunni tilkynning um mann að stela steikarhnífum á veitingastað. Viðkomandi var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður af honum skýrsla. Þá segist lögreglan hafa fengið tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem við frekari skoðun reyndist „vera með sölueiningar fíkniefna í fórum sínum og talsverða fjármuni“. Hann var vistaður í fangaklefa vegna gruns um sölu fíkniefna. Rólegra utan Reykjavíkur Það var rólegra í úthverfum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Það var ekkert að frétta í Garðabæ og Hafnarfirði. Á lögreglustöð 3 sem nær yfir Kópavog og Breiðholt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bíla. Þá var bíl ekið á umferðarskilti en ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi og gerðu því ekki viðeigandi ráðstafanir vegna tjónsins. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Grafarholt og Mosfellsbæ barst tilkynning um líkamsárás skömmu fyrir miðnætti. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um það mál. Þá varð umferðarslys skömmu fyrir miðnætti en engin slys urðu á fólki. Einnig barst tilkynning um innbrot í bíl. Þjófarnir höfðu brotið rúðu en stálu þó engu.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira