Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 10:16 Svínsnýrað var grætt í Miller 14. júlí síðastliðinn. AP/Shelby Lum Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Tilraunum þar sem líffæri úr svínum eru grædd í menn hefur fjölgað síðustu misseri og þykja hafa gefið góða raun. Bylting varð þegar vísindamenn hófu að notast við líffæri úr erfðabreyttum grísum til að draga úr líkunum á höfnun. Að sögn Dr. Robert Montgomery, forstjóra Langon líffæraígræðslustofnunar New York University, hóf svínsnýrað umsvifalaust að framleiða þvag um leið og það var grætt í hinn 57 ára Maurice „Mo“ Miller. Greint var frá því í fyrra að svínshjarta hefði verið grætt í mann sem stóð frammi fyrir dauðanum. Hann lifði í tvo mánuði eftir aðgerðina. Þá var greint frá því í vikunni að tvö nýru hefðu virkað í heiladauðum einstakling í viku, í tilraun sem var gerð við University of Alabama í Birmingham. Í því tilviki var ákveðið fyrirfram að um sjö daga tilraun yrði að ræða en eitt af álitamálunum sem upp hafa komið í tengslum við rannsóknirnar á ígræðslu dýralíffæra í menn er hversu mikið á að leggja á fjölskyldur þeirra sem líffærin eru grædd í, sem bíða þess að getað grafið ástvininn og syrgt eftir að hann hefur verið formlega úrskurðaður látinn. „Ég átti erfitt með þetta,“ segir Mary Miller-Duffy, systir Mo, í samtali við AP. Þetta hefði hins vegar verið eitthvað sem bróðir hennar hefði viljað. „Hann mun komast í læknisfræðibækurnar og lifa að eilífu,“ segir hún. Dr. Muhammad Mohiuddin við University of Maryland segir ekki ljóst hvort líkami lifandi einstaklings muni bregðast við líffæragjöfinni á sama hátt og líkami einstaklings sem hefur verið úrskurðaður heiladauður. Tilraunirnar séu hins vegar ákveðin aðlögun fyrir almenning, til að venjast tilhugsuninni um líffæraígræðslur úr dýrum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Dýraheilbrigði Líffæragjöf Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira