Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 12:16 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ákærði var handtekinn 12. ágúst vegna gruns um húsbrot og líkamsárás í Reykjavík og hefur ítrekað komið við sögu lögreglu frá 16. mars. Þá er hann grunaður um að hafa brotist inn í kjallara í Reykjavík með öðrum og stolið þaðan bakpoka, kassa af bjór, vínflöskum, útilegutösku, ljósi og verkfærum. Í ákæru er hann jafnframt sakaður um þjófnað og gripdeildir í og við verslanir í Reykjavík þar sem honum er gert að hafa stolið rafmagnshlaupahjóli, húfu, tvennum buxum, belti og derhúfu. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald í tengslum við sjö mál sem embættið er með til meðferðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað einstaklinginn í gæsluvarðhald til 8. september næstkomandi. Var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn 14. ágúst. Mögulega sektaður fyrir grastínsluna Þann 10. júlí er ákærði sagður hafa brotið gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík með því að hafa „valdið hneykslan á almannafæri er hann skreið allsnakinn um garðinn við húsið og var að tína gras,“ eins og það er orðað í greinagerð saksóknara. Vísað er til ákvæðis lögreglusamþykktarinnar þar sem kveðið er á um að lögreglan geti vísað mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valdi vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama eigi við um þá sem valdi óspektum, hættu eða hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Brot gegn lögreglusamþykkt geta varðað sektum. Kærði er undir rökstuddum grun um húsbrot og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð í Hafnarfirði þann 29. júlí og veist þar með ofbeldi að tveimur íbúum. Hann er einnig sagður hafa ruðst heimildarlaust inn í aðra íbúð í Reykjavík 12. ágúst og beitt einstakling þar ofbeldi. Í úrskurði Landsréttar er fallist á að hinn ákærði sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu. Var talið af tíðni ætlaðra brota að hann væri líklegur til að halda afbrotum áfram ef hann væri frjáls ferða sinna á meðan lögregla kláraði rannsókn á umræddum málum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira