Minna áreiti í skólum Sighvatur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjanesbær Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun