Minna áreiti í skólum Sighvatur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjanesbær Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun