„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:41 Snorri Geir Steingrímsson segist handviss um að allir flugmenn séu á móti því að þrengja að flugvellinum í Reykjavík. Snorri Geir/Vísir/Vilhelm Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23