Innlent

Í­kveikja rann­sökuð sem hefnd gegn lög­reglu­manni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla hefur varist allra frétta af málinu.
Lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Vísir/Vilhelm

Héraðs­sak­sóknari rann­sakar hvort að í­kveikja í bíl lög­reglu­manns í gær­morgun hafi verið hefndar­að­gerð. Bíllinn stóð á bíla­stæði við heimili mannsins í vestur­bæ Reykja­víkur.

Ríkis­út­varpið hefur eftir heimildum að rann­sóknin beinist að því að í­kveikjan tengist störfum lög­reglu­mannsins. Því teljist brotið sem brot gegn vald­stjórninni, saman­ber 106. grein al­mennra hegningar­laga og því er það til rann­sóknar hjá héraðs­sak­sóknara.

Miðað við 106. greinina skal hver sá sem ræðst með of­beldi eða hótunum á opin­beran starfs­mann, þegar hann gegnir skyldu­starfi sínu eða út af því sæta allt að sex ára fangelsi.

Rann­sókn málsins er á frum­stigi. Bíllinn er ó­nýtur eftir í­kveikjuna.

At­hygli vekur hve stuttur tími leið frá í­kveikjunni og þar til það var komið inn á borð héraðs­sak­sóknara. Lög­regla hefur varist allra frétta af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×