Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu
![Björn Hembre er forstjóri Arnarlax á Bíldudal.](https://www.visir.is/i/68335A3313B5FA8DBEB3BEA129566CF4F982755D28FC8D89CC9F2102DC2F5F1B_713x0.jpg)
Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4E134BAAD1DBF5455E6476308385656B04D45CAA8B20DD49464C1E4A8299665F_308x200.jpg)
Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn
Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.
![](https://www.visir.is/i/9E47DD72BA6CBF50F06F3D503C07BC3A26A29D153F81A367B2938774EDC2166E_308x200.jpg)
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.