„Þvert á vilja fólksins í landinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira