Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 14:04 Hildur hyggst leggja fram frumvarpið í haust. Lífskraftur Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur
Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira