Sport

Dag­skráin í dag: Besta deildin, þýskur hand­bolti og Serie A

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson mætir með sína menn í ÍBV í Kórinn þar sem þeir mæta HK.
Hermann Hreiðarsson mætir með sína menn í ÍBV í Kórinn þar sem þeir mæta HK. Vísir/Hulda Margrét

Fimm beinar útsendingar verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. 21. umferð Bestu deildar karla klárast og þá verða tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport

HK tekur á móti ÍBV í Bestu deild karla og hefst útsending klukkan 17:50. Eyjamenn geta komið sér úr fallsæti með sigrinum en bæði lið munu leika í neðri hluta deildarinnar eftir að deildinni verður skipt í tvennt.

Klukkan 20:00 verður síðan Stúkan í beinni útsendingu þar sem farið verður yfir umferðina í Bestu deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Salernitana fær Udinese í heimsókn í Serie A og hefst útsending klukkan 16:20. Stórlið Inter fer í heimsókn til Cagliari í seinni leik dagsins í Serie A deildinni. útsending frá leiknum hefst klukkan 18:35.

Vodafone Sport

Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í Leipzig taka á móti Fusche Berlin í þýska handboltanum. Bein útsending hefst klukkan 16:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×