Haustið og heimilisbókhaldið Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 08:00 Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun