Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 10:27 Rubiales þegar hann ávarpaði aukaþing spænska knattspyrnusambandsins fyrir helgi. AP/Spænska knattspyrnusambandið/Europa Press Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast. Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast.
Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29
Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn