Orkubússtjóra Vestfjarða svarað Tómas Guðbjartsson skrifar 29. ágúst 2023 12:30 Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli. Sammála um vandann – ósammála um lausnir Við orkubússtjórinn erum sammála um þann orkuvanda sem Vestfirðingar hafa búið við alltof lengi, og að óásættanlegt sé að brenna þurfi díselolíu í vararafstöðum þegar röskun verður á afhendingu raforku vestur. Við erum hins vegar mjög ósammála þegar kemur að lausn vandans, en orkubússtjórinn hefur verið fremstur í flokki þeirra sem telja Vatnsdalsvirkjun nánast leysa raforkuvanda Vestfjarða. Virkjun í Vatnsdal tel ég hins vegar fáránlega hugmynd, en sem betur fer er ég ekki einn um þá skoðun að friðlandið upp af Vatnsfirði sé heilagt okkur Vestfirðingum, aðallega fyrir stórkostlega og einstaka náttúrufegurð, en einnig út frá sögulegu sjónarmiði sem rekja má aftur til landnáms Hrafna-Flóka þar. Vissulega eru það fossarnir og árgljúfrin innst í friðlandinu sem eru helstu gimsteinarnir, en með virkjun yrði þeim fórnað og svæðið gjaldfellt. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Gleymdist umræðan um náttúruverðmæti – eða er verið að fela hana? Ég sakna þess að orkubússtjóri minnist ekki einu orði á fegurð friðlandsins og einstaka fossana, en kjarninn í grein minni sneri einmitt að því að meðvitað sér verið að fela fegurðina. Um leið er fólki gert erfitt fyrir að meta þann fórnarskostnað sem virkjun hefði í för með sér, strategía sem ekki gekk upp í baráttunni um Hvalárvirkjun. Enda snúið fyrir virkjanasinna í dag að hindra birtingu fallegra fossamynda á samfélagsmiðlum, sem í dag eru mikilvægt varnarvopn fyrir náttúru sem á erfitt með að verja sig árásum. Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Galin virkjanahugmynd Ég stend við það að mér finnst virkjun upp af Vatnsfirði fáránleg hugmynd og yrði ekkert annað en níðingsverk gegn einstakri náttúru Vestfjarða. Vanhugsuð áformin bera keim af örvæntingu, en þá er hætt við að gripið sé til illa ígrundaðra og óraunhæfra lausna. Það er ekki tilviljun að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og þar var haldið upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar þegar hátt í 12 þúsund Íslendingar komu þar saman. Fossarnir innst í dalnum, rétt ofan við fyrirhugað stöðvarhús, yrðu með virkjun þurrkaðir upp og stórfengleg gljúfrin sætu nakin eftir. Vegaframkvæmdir að stöðvarhúsinu myndu raska skóginum og skemma þá náttúruperlu sem svæðið er nú. Vert er að hafa í huga að í ánni syndir lax og bleikja og áin eftirsótt veiðiá, en í henni veiddust 17% viltra laxa á Vestfjörðum árið 2022. Ef einhver skyldi vera í vafa um fegurð friðlandsins þá fylgja með þessari grein nokkrar myndir, en fleiri myndir má nálgast í fyrrnefndri grein minni á visir.is. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Orkubú fer fram úr sér Ákafi Orkuveitunnar með Vatnsdalsvirkjun er með ólíkindum, en kemur samt ekki alveg á óvart. Orkubússtjórinn, sem er fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur, virðist eiga sterkt bakland í bæjarstjórn Ísafjarðar sem oftsinnis áður hefur sýnt náttúruperlum Vestfjarða skeytingarleysi. Má þar nefna stuðning hennar virkjun vatna ofan Dynjanda Hvalárvirkjun og Glámuvirkjun, en þar átti að virkja níu ár á Glámuhálendinu (Dynjandisá, Vatnsdalsá, Kjálkafjarðará, Ísafjarðará, Húsadalsá, Skötufjarðará og Hestfjarðará), sem gárungarnir kölluðu í gríni ,,Skeifugarnavirkjunina”. Stóð til að grafa göng í kringum Glámu og fylla með vatni úr straumvötnum og stöðuvötnum af heiðinni, sem síðan yrði veitt eftir göngunum í virkjun í Hestfirði! Bremsuför bæjarstjórnar Einnig var það bæjarstjórn Ísafjarðar og Orkubú Vestfjarða sem á síðustu stundu bremsuðu af stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum í hitteðfyrra, ekki síst til að frekjast til um mögulega Vatnsdalsvirkjun. Í þessum þjóðgarði hefðu verið sameinaðar einstakar náttúruperlur eins og Dynjandi, Hrafnseyri, Vatnsfjörður og Surtarbrandsgil við Brjánslæk, þar sem greina má gróðurfar og veðurfar á tímum fyrir 12 milljónum ára. Vonandi verður þessi þjóðgarður að veruleika fyrr en síðar og Vestfjörðum lyftistöng sem allir Vestfirðingar yrðu einhuga um og stoltir af. Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru. ÓMB Raunhæfasta lausnin Ég tel raunhæfustu hugmyndina til að styrkja raforkuöryggi á Vestfjörðum að tvöfalda Vestfjarðalínu, enda orðin 45 ára gömul og tréstaurarnir komnir til ára sinna. Ný lína er því hvort eð er nauðsynleg og einfaldari í framkvæmd hvað leyfi og vegagerð varðar en leggja línur yfir ný svæði. Einnig er sjálfsagt að hlúa að smávirkjunum sem hafa sannað mikilvægi sitt eins og sú í Fremri-Hvestu og framleiðir 1,4 MW inn á kerfi Orkubússins, og nægir fyrir orku til heimila á Tálknafirði og Bíldudal. Allt tal um 50-60 slíkar virkjanir þurfi til að mæta orkuþörf Vestfjarða stenst því ekki skoðun. Vatnið sótt yfir virkjanalækinn? Ég skil heldur ekki af hverju orkubússtjóri nefnir ekki í sinni grein að tillögur um Tröllárvirkjun í Vattardal (37,7 MW), og Hvanneyrardalsárvirkjun (Súðavíkurhreppi) (35,5 MW) í botni Ísafjarðar hafa verið í skoðun í 4. áfanga rammaáætlunar og áfram í 5. áfanga, og fengu grænt ljós Rammaáætlunar. Auk þess lenti Skúfnavatnavirkjun (16 MW) í Hvannadal í Ísafirði í bið hjá Rammaáætlun í 4. áfanga, en er núna í frekari skoðun í 5. áætlun. Hún hafði hlotið brautargengi til orkuvinnslu í faghópum 1 (náttúrufari) og 2 (landnýting og ferðaþjónusta), en neikvæða umsögn í faghópi 4 (orkuöflun). Ef þessar virkjanir reynast hagkvæmar, og gætt yrði að halda náttúruraski í skefjum, gætu þær bætt raforkubúskað Orkubús Vestfjarða og Vestfirðinga allra. Gleymdust Kvíslartunguvirkjun og varmadælur? Það er líka undarlegt að Orkubússtjóri minnist ekkert á Kvíslartunguvirkjun, en þar fara nú fram rannsóknir á umhverfisáhrifum. Eða er það viljandi gert og Orkubúið og bæjarstjórn Ísafjarðar að spila póker með Vatnsdalsvirkjun, og þannig lauma Kvíslartunguvirkjun auðveldar í gegnum Rammáætlun? Einnig sakna ég þess að orkubússtjóri hvetur ekki Vestfirðinga til notkunar á varmadælum, og að efla þurfi opinbera styrki til einstaklinga og fyrirtækja sem vilja fjárfesta í slíkum búnaði. Sjálfur hef ég minnkað raforkukostnað minn á heimili mínu í Ketildölum um 2/3 með varmadælu (loft í vatn), en sú 1,4 milljón króna fjárfesting mun borga sig upp á fáeinum árum. Einnig er sjálfsagt að huga að aukinni notkun jarðvarma, og nýta t.d. heitt vatn í Dufansdal fyrir hitaveitu á Bíldudal og það heita vatn sem er í næsta nágrenni Tálknafjarðar og er klárlega vannýtt, líkt og borholur fyrir heitt vatn í Patreksfirði. Þarna er beinlínís verið að sóa heitu vatni sem kallar á óþarflega mikla orku til húshitunar. Óraunhæf orkuþörf Nýlega skilaði nefnd á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra af sér skýrslu sem m.a. mat orkuþörf og orkuöflun á Vestfjörðum. Þar var hún metin 35 MW árið 2030, sem er 80% aukning frá því sem hún er í dag. Ekki kemur á óvart að í skýrslunni er vísað til Vatnsdalsvirkjunar sem álitlegs orkuöflunarkosts, enda sjást fingraför Orkuveitunnar og ráðherra á hverri blaðsíðu. Þarna er algjörlega skautað fram hjá náttúrverndarsjónarmiðum og augljóst hvernig hagsmunir stóraukins sjókvíaeldis og kalkþörungavinnslu ráða för. Í staðinn ætti að setja í forgang að tryggja orku til heimila og smáfyrirtækja. Orkuþörf sjókvíaeldis er fremur lítil og orkuskortur ekki vandamálið líkt og þandir innviðir Vestfjarða vegna veldisvaxtar greinarinnar. Síðan er full ástæða til að setja setja spurningamerki við frekari kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum sem talin er þurfa 8-9 MW af orku, enda afar mengandi iðnaður eins og Bíldælingar reyna á eigin skinni daglega. Það er að minnsta kosti skoðun mín að fáránlegt sé að fórna náttúrperlum eins og þeim í Vatnsfirði fyrir orkusækinn iðnað, sem engan veginn getur talist grænn, og hagnaðinum þar að auki laumað úr landi til erlendra eiganda sinna. Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur.Magnús Karl Magnússon Vatnsdalsarvikjun tæki tíma Eins og áður kom fram eru Hvanneyrardalsvirkjun (13,5 MW) og Tröllárvirkjun (13,7 MW) á Glámuhálendinu, austan við Vatnsfjarðarfriðlandsins, líkt og Skúfnavatnavirkjun (16 MW), mun raunhæfari kostir en Vatnsdalsvirkjun. Þar hefur verkefnisstjórn 4. áfanga Rammaáætlunar þegar lagt til að virkja og þessir valkostir gætu því orðið að veruleika mun nær í tíma en Vatnsdalsvirkjun. Í Vatnsdal yrði nefnilega að rífa upp friðlýsinguna frá 1975, sem er meira en að segja það, enda þarf til þess afar sterk rök skv. 44. grein náttúruverndarlaga nr. 60 frá 2013. Reyndar get ég ekki séð hvernig hvernig slík afhelgun gæti átt sér stað, enda uppfyllir virkjunin ekki þau skýru skilyrði sem þarf til þess að rífa upp friðlýsingu, þ.e. að gildi friðlýsta svæðisins hafi rýrnað eða að mjög brýnir samfélagshagmunir krefjist þess. Ennfremur þar afnám friðlýsingar að fara í gegnum óteljandi nefndir og umsagnaraðila (m.a. Náttúrufræðistofnun Íslands), sem tæki fjölda ára að afgreiða. Eftir það biði umfjöllun Rammáætlunar og síðan yrði Alþingi að lokum að blessa gjörninginn, ferli sem tæki mörg ár. Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri. ÓMB Stórkostlegir Vestfirðir Vestfirðir henta illa fyrir stórvirkjanir, en þangað er auðvelt með bættu flutningskerfi að flytja rafmagn frá öðrum landsvæðum þar sem stór uppistöðulón gera kleift að framleiða rafmagn á hagkvæmari hátt. Ljóst er að 160 km löng Vestfjarðarlína er komin til ára sinna og hana verður að endurnýja. Í leiðinni er sjálfsagt að tvöfalda Vestfjarðarlínu og um leið tryggja 7000 íbúum Vestfjarða rafmagn frá öðrum landshornum. Náttúran er helsta auðlind Vestfjarða – og mun verða þeirra helsta tekjulind á komandi áratugum í gegnum aukna ferðaþjónustu. Sem betur fer hafa stórkostleg svæði eins og Hornstrandir og Dynjandi þegar verið friðuð, og vonandi verður Hornstrandafriðland stækkað svo Drangaskörð og nágrenni þeirra á Ströndum komist einnig í skjól gráðugra orkufyrirtækja og stóriðju á suðvesturhorninu. Vatnsfjörður sómir sér vel í þessum hópi friðlanda – og á skilið að fá að vera í friði. Höfundur er læknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Vesturbyggð Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli. Sammála um vandann – ósammála um lausnir Við orkubússtjórinn erum sammála um þann orkuvanda sem Vestfirðingar hafa búið við alltof lengi, og að óásættanlegt sé að brenna þurfi díselolíu í vararafstöðum þegar röskun verður á afhendingu raforku vestur. Við erum hins vegar mjög ósammála þegar kemur að lausn vandans, en orkubússtjórinn hefur verið fremstur í flokki þeirra sem telja Vatnsdalsvirkjun nánast leysa raforkuvanda Vestfjarða. Virkjun í Vatnsdal tel ég hins vegar fáránlega hugmynd, en sem betur fer er ég ekki einn um þá skoðun að friðlandið upp af Vatnsfirði sé heilagt okkur Vestfirðingum, aðallega fyrir stórkostlega og einstaka náttúrufegurð, en einnig út frá sögulegu sjónarmiði sem rekja má aftur til landnáms Hrafna-Flóka þar. Vissulega eru það fossarnir og árgljúfrin innst í friðlandinu sem eru helstu gimsteinarnir, en með virkjun yrði þeim fórnað og svæðið gjaldfellt. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Gleymdist umræðan um náttúruverðmæti – eða er verið að fela hana? Ég sakna þess að orkubússtjóri minnist ekki einu orði á fegurð friðlandsins og einstaka fossana, en kjarninn í grein minni sneri einmitt að því að meðvitað sér verið að fela fegurðina. Um leið er fólki gert erfitt fyrir að meta þann fórnarskostnað sem virkjun hefði í för með sér, strategía sem ekki gekk upp í baráttunni um Hvalárvirkjun. Enda snúið fyrir virkjanasinna í dag að hindra birtingu fallegra fossamynda á samfélagsmiðlum, sem í dag eru mikilvægt varnarvopn fyrir náttúru sem á erfitt með að verja sig árásum. Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Galin virkjanahugmynd Ég stend við það að mér finnst virkjun upp af Vatnsfirði fáránleg hugmynd og yrði ekkert annað en níðingsverk gegn einstakri náttúru Vestfjarða. Vanhugsuð áformin bera keim af örvæntingu, en þá er hætt við að gripið sé til illa ígrundaðra og óraunhæfra lausna. Það er ekki tilviljun að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og þar var haldið upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar þegar hátt í 12 þúsund Íslendingar komu þar saman. Fossarnir innst í dalnum, rétt ofan við fyrirhugað stöðvarhús, yrðu með virkjun þurrkaðir upp og stórfengleg gljúfrin sætu nakin eftir. Vegaframkvæmdir að stöðvarhúsinu myndu raska skóginum og skemma þá náttúruperlu sem svæðið er nú. Vert er að hafa í huga að í ánni syndir lax og bleikja og áin eftirsótt veiðiá, en í henni veiddust 17% viltra laxa á Vestfjörðum árið 2022. Ef einhver skyldi vera í vafa um fegurð friðlandsins þá fylgja með þessari grein nokkrar myndir, en fleiri myndir má nálgast í fyrrnefndri grein minni á visir.is. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Orkubú fer fram úr sér Ákafi Orkuveitunnar með Vatnsdalsvirkjun er með ólíkindum, en kemur samt ekki alveg á óvart. Orkubússtjórinn, sem er fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur, virðist eiga sterkt bakland í bæjarstjórn Ísafjarðar sem oftsinnis áður hefur sýnt náttúruperlum Vestfjarða skeytingarleysi. Má þar nefna stuðning hennar virkjun vatna ofan Dynjanda Hvalárvirkjun og Glámuvirkjun, en þar átti að virkja níu ár á Glámuhálendinu (Dynjandisá, Vatnsdalsá, Kjálkafjarðará, Ísafjarðará, Húsadalsá, Skötufjarðará og Hestfjarðará), sem gárungarnir kölluðu í gríni ,,Skeifugarnavirkjunina”. Stóð til að grafa göng í kringum Glámu og fylla með vatni úr straumvötnum og stöðuvötnum af heiðinni, sem síðan yrði veitt eftir göngunum í virkjun í Hestfirði! Bremsuför bæjarstjórnar Einnig var það bæjarstjórn Ísafjarðar og Orkubú Vestfjarða sem á síðustu stundu bremsuðu af stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum í hitteðfyrra, ekki síst til að frekjast til um mögulega Vatnsdalsvirkjun. Í þessum þjóðgarði hefðu verið sameinaðar einstakar náttúruperlur eins og Dynjandi, Hrafnseyri, Vatnsfjörður og Surtarbrandsgil við Brjánslæk, þar sem greina má gróðurfar og veðurfar á tímum fyrir 12 milljónum ára. Vonandi verður þessi þjóðgarður að veruleika fyrr en síðar og Vestfjörðum lyftistöng sem allir Vestfirðingar yrðu einhuga um og stoltir af. Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru. ÓMB Raunhæfasta lausnin Ég tel raunhæfustu hugmyndina til að styrkja raforkuöryggi á Vestfjörðum að tvöfalda Vestfjarðalínu, enda orðin 45 ára gömul og tréstaurarnir komnir til ára sinna. Ný lína er því hvort eð er nauðsynleg og einfaldari í framkvæmd hvað leyfi og vegagerð varðar en leggja línur yfir ný svæði. Einnig er sjálfsagt að hlúa að smávirkjunum sem hafa sannað mikilvægi sitt eins og sú í Fremri-Hvestu og framleiðir 1,4 MW inn á kerfi Orkubússins, og nægir fyrir orku til heimila á Tálknafirði og Bíldudal. Allt tal um 50-60 slíkar virkjanir þurfi til að mæta orkuþörf Vestfjarða stenst því ekki skoðun. Vatnið sótt yfir virkjanalækinn? Ég skil heldur ekki af hverju orkubússtjóri nefnir ekki í sinni grein að tillögur um Tröllárvirkjun í Vattardal (37,7 MW), og Hvanneyrardalsárvirkjun (Súðavíkurhreppi) (35,5 MW) í botni Ísafjarðar hafa verið í skoðun í 4. áfanga rammaáætlunar og áfram í 5. áfanga, og fengu grænt ljós Rammaáætlunar. Auk þess lenti Skúfnavatnavirkjun (16 MW) í Hvannadal í Ísafirði í bið hjá Rammaáætlun í 4. áfanga, en er núna í frekari skoðun í 5. áætlun. Hún hafði hlotið brautargengi til orkuvinnslu í faghópum 1 (náttúrufari) og 2 (landnýting og ferðaþjónusta), en neikvæða umsögn í faghópi 4 (orkuöflun). Ef þessar virkjanir reynast hagkvæmar, og gætt yrði að halda náttúruraski í skefjum, gætu þær bætt raforkubúskað Orkubús Vestfjarða og Vestfirðinga allra. Gleymdust Kvíslartunguvirkjun og varmadælur? Það er líka undarlegt að Orkubússtjóri minnist ekkert á Kvíslartunguvirkjun, en þar fara nú fram rannsóknir á umhverfisáhrifum. Eða er það viljandi gert og Orkubúið og bæjarstjórn Ísafjarðar að spila póker með Vatnsdalsvirkjun, og þannig lauma Kvíslartunguvirkjun auðveldar í gegnum Rammáætlun? Einnig sakna ég þess að orkubússtjóri hvetur ekki Vestfirðinga til notkunar á varmadælum, og að efla þurfi opinbera styrki til einstaklinga og fyrirtækja sem vilja fjárfesta í slíkum búnaði. Sjálfur hef ég minnkað raforkukostnað minn á heimili mínu í Ketildölum um 2/3 með varmadælu (loft í vatn), en sú 1,4 milljón króna fjárfesting mun borga sig upp á fáeinum árum. Einnig er sjálfsagt að huga að aukinni notkun jarðvarma, og nýta t.d. heitt vatn í Dufansdal fyrir hitaveitu á Bíldudal og það heita vatn sem er í næsta nágrenni Tálknafjarðar og er klárlega vannýtt, líkt og borholur fyrir heitt vatn í Patreksfirði. Þarna er beinlínís verið að sóa heitu vatni sem kallar á óþarflega mikla orku til húshitunar. Óraunhæf orkuþörf Nýlega skilaði nefnd á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra af sér skýrslu sem m.a. mat orkuþörf og orkuöflun á Vestfjörðum. Þar var hún metin 35 MW árið 2030, sem er 80% aukning frá því sem hún er í dag. Ekki kemur á óvart að í skýrslunni er vísað til Vatnsdalsvirkjunar sem álitlegs orkuöflunarkosts, enda sjást fingraför Orkuveitunnar og ráðherra á hverri blaðsíðu. Þarna er algjörlega skautað fram hjá náttúrverndarsjónarmiðum og augljóst hvernig hagsmunir stóraukins sjókvíaeldis og kalkþörungavinnslu ráða för. Í staðinn ætti að setja í forgang að tryggja orku til heimila og smáfyrirtækja. Orkuþörf sjókvíaeldis er fremur lítil og orkuskortur ekki vandamálið líkt og þandir innviðir Vestfjarða vegna veldisvaxtar greinarinnar. Síðan er full ástæða til að setja setja spurningamerki við frekari kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum sem talin er þurfa 8-9 MW af orku, enda afar mengandi iðnaður eins og Bíldælingar reyna á eigin skinni daglega. Það er að minnsta kosti skoðun mín að fáránlegt sé að fórna náttúrperlum eins og þeim í Vatnsfirði fyrir orkusækinn iðnað, sem engan veginn getur talist grænn, og hagnaðinum þar að auki laumað úr landi til erlendra eiganda sinna. Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur.Magnús Karl Magnússon Vatnsdalsarvikjun tæki tíma Eins og áður kom fram eru Hvanneyrardalsvirkjun (13,5 MW) og Tröllárvirkjun (13,7 MW) á Glámuhálendinu, austan við Vatnsfjarðarfriðlandsins, líkt og Skúfnavatnavirkjun (16 MW), mun raunhæfari kostir en Vatnsdalsvirkjun. Þar hefur verkefnisstjórn 4. áfanga Rammaáætlunar þegar lagt til að virkja og þessir valkostir gætu því orðið að veruleika mun nær í tíma en Vatnsdalsvirkjun. Í Vatnsdal yrði nefnilega að rífa upp friðlýsinguna frá 1975, sem er meira en að segja það, enda þarf til þess afar sterk rök skv. 44. grein náttúruverndarlaga nr. 60 frá 2013. Reyndar get ég ekki séð hvernig hvernig slík afhelgun gæti átt sér stað, enda uppfyllir virkjunin ekki þau skýru skilyrði sem þarf til þess að rífa upp friðlýsingu, þ.e. að gildi friðlýsta svæðisins hafi rýrnað eða að mjög brýnir samfélagshagmunir krefjist þess. Ennfremur þar afnám friðlýsingar að fara í gegnum óteljandi nefndir og umsagnaraðila (m.a. Náttúrufræðistofnun Íslands), sem tæki fjölda ára að afgreiða. Eftir það biði umfjöllun Rammáætlunar og síðan yrði Alþingi að lokum að blessa gjörninginn, ferli sem tæki mörg ár. Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri. ÓMB Stórkostlegir Vestfirðir Vestfirðir henta illa fyrir stórvirkjanir, en þangað er auðvelt með bættu flutningskerfi að flytja rafmagn frá öðrum landsvæðum þar sem stór uppistöðulón gera kleift að framleiða rafmagn á hagkvæmari hátt. Ljóst er að 160 km löng Vestfjarðarlína er komin til ára sinna og hana verður að endurnýja. Í leiðinni er sjálfsagt að tvöfalda Vestfjarðarlínu og um leið tryggja 7000 íbúum Vestfjarða rafmagn frá öðrum landshornum. Náttúran er helsta auðlind Vestfjarða – og mun verða þeirra helsta tekjulind á komandi áratugum í gegnum aukna ferðaþjónustu. Sem betur fer hafa stórkostleg svæði eins og Hornstrandir og Dynjandi þegar verið friðuð, og vonandi verður Hornstrandafriðland stækkað svo Drangaskörð og nágrenni þeirra á Ströndum komist einnig í skjól gráðugra orkufyrirtækja og stóriðju á suðvesturhorninu. Vatnsfjörður sómir sér vel í þessum hópi friðlanda – og á skilið að fá að vera í friði. Höfundur er læknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun