Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 10:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira