Ekki ein uppsögn borist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 10:26 Birgir var ekki á umræddum fundi og segist ekki geta tjáð sig um efni starfsmannafunda. Arnar Halldórsson Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. „Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira