Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:20 Birgir segist ekki geta staðfest tölurnar sem Túristi.is setti fram en segir að tilboðið sé sanngjarnt. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst. Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst.
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26