Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Mörður Áslaugarson skrifar 1. september 2023 08:01 Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun