Símafrí í september Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir skrifa 3. september 2023 08:00 Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Halla Hrund Logadóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2016 og við erum stödd í fermingarveislu. Fermingarbarnið brosir breitt við kökuborðið og húsið er þétt setið gestum. Ömmur ræða hvað börnin hafa stækkað, afar segja sögur úr veiði síðasta sumars, og vinir og ættingjar gúffa í sig veitingar í háum kliðnum sem myndast við skjall og hlátur. Það er hins vegar þögn í unglingaherberginu. Þar sitja nokkrar hræður límdar við símaskjáinn. Allir mættir - en samt ekki á staðnum. Við ferðumst til dagsins í dag og sjáum að staðan í unglingaherberginu hefur víða dreift sér og jafnvel margfaldast. Sumarbústaðarferðir, matarboð og kósýkvöld fela oft í sér nýja tegund samveru við eitthvað, eða einhvern, sem er annars staðar. Dýnamík breytist þegar hluti hóps hverfur á braut í skjáinn, en er samt með manni í sófanum, og hvatinn til að sogast inn í „skroll“ virðist toga fastar í fólk. Á sama tíma er vinnan hjá mörgum mætt í símann sem og óþrjótandi upplýsingapóstar úr skólum og áhugamálum sem bæta við andlega fjarveru og hafa áhrif gæðastundir heimila og hópa. Símtækið og fjölbreytt forrit þess eru samt sennilega ein uppáhaldsuppfinning okkar flestra. Þau tengja fólk saman og gefa færi til að festa verðmætar minningar í myndabankann og deila gleði þeirra með öðrum, oft þvert á höf og lönd. Í gegnum símann höfum við aðgengi að hafsjó upplýsinga á ljóshraða og getum deilt hugmyndum og skoðunum. Svo er síminn tryggur þjónn þegar kemur að því að rata um borgir og bæi, versla vörur á hagstæðu verði og finna næsta „best reitaða“ skyndibitann. Já snjallsíminn einfaldar lífið og er oftast með okkur í liði, en viljum við hafa hann í fyrsta sæti alltaf þegar kemur að tíma okkar og samveru? Tekur hann stundum of mikið pláss? Við fengum þessum spurningum svarað í Þjóðarpúls Gallup nú í sumar þar sem sjá má hvað fólki almennt finnst. Niðurstöðurnar sýna að helmingur landsmanna telur sig verja of miklum tíma í síma, eða öðrum snjalltækjum, og myndi gjarnan vilja draga úr notkun sinni. Hlutfallið fer upp í 65% þegar horft er til aldurshópsins 30-60 ára. En er okkur sama hversu mikið fólkið, sem við verjum tíma með, notar tækin? Niðurstöður benda einmitt til að svo sé alls ekki en helmingur landsmanna á aldrinum 30-60 ára finnst maki sinn vera of mikið í símanum/snjalltækjum og vill að makinn dragi úr notkun sinni. Þá telja 80% foreldra barna á aldrinum 10-14 ára barnið verja of miklum tíma í síma/snjalltækjum og myndu vilja minnka notkunina. Við sjáum á þessum háu tölum að umræðurnar undanfarið um síma og skóla teygja anga sína víðar. Það gefur færi á að hugsa betur fyrir haustið hvernig við högum samvist við tækin í amstri hversdagsins og gæðastundum helganna. Eru matmálstímar símafríir, sunnudagsbrönsinn eða spilakvöldið? Litlar breytingar sem þessar velta oft þungu hlassi. Sem sérstakt áhugafólk um skemmtilega og skapandi samveru skorum við á landann að nýta upphaf haustsins með okkur til að skapa góðar venjur varðandi símanotkun, alveg eins og við setjum okkur gjarnan markmið í hreyfingu, leik og starfi. Tökum meðvituð símafrí í september og njótum samveru og samtala sem best. Halla Hrund Logadóttir og Arna Frímannsdóttir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun