Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:14 Frá fundinum í Hofi í dag. Stjórnarráðið Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Á fundinum voru kynntar tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að stýrihópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla, sem skipaður var í apríl, hafi gert frumgreiningu á mögulegri sameiningu sem skilaði jákvæðum niðurstöðum. Hópurinn hefur því lagt fram þá tillögu við mennta- og barnamálaráðherra að MA og VMA verði sameinaðir í einn öflugasta framhaldsskóla landsins. „Niðurstaða stýrihópsins er að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu. Hafa þarf í huga að tillagan snýr að því að sameina ólíka skóla með ólíka menningu og því skiptir máli að starfsfólk skólanna skoði nánar hvernig gera megi það svo vel fari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Greina tækifæri, kosti og galla Vinna hefst strax við að greina tækifæri, kosti og galla þess að sameina skólana í samstarfi við starfsfólk beggja skóla, nemendur og foreldra, og munu skólameistarar VMA og MA stýra þeirri vinnu. Verkefnastjóri mun halda utan um vinnuna og munu skólarnir í sameiningu skila drögum að skipulagi og uppbyggingu hins sameinaða skóla í byrjun nóvember. „MA og VMA hafa lengi verið merkisberar metnaðarfulls skólastarfs hvor á sinn hátt. Áherslur og námsframboð hafa verið í takt við samfélagið á hverjum tíma og skólastarfið skipt máli í uppbyggingu þess samfélags sem við búum í. Skólarnir eru stórir og eftirsóttir vinnustaðir þar sem áhersla hefur verið á fagmennsku kennara og velferð nemenda í síbreytilegum heimi. Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag þar sem fjölbreytt námsframboð mun veita fjölbreyttum nemendahópi tækifæri til menntunar. Hlutverk okkar er að byggja upp ungt fólk, undirbúa þau sem best undir frekara nám og til ákveðinna starfa en ekki síður til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Full ástæða sé til að kanna möguleika til hlítar „Um leið og mikilvægt er að virðing sé borin fyrir menningu og sögu beggja skóla er full ástæða til að kanna til hlítar hvort og þá hvernig af sameiningu gæti orðið. Ef rétt er að málum staðið hefur sameinaður skóli burði til að bæta skólastarf til lengri tíma litið, bjóða upp á fjölbreyttara nám og sveigjanleika, auka þjónustu og stuðning við nemendur, gefa nemendum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám og auka tækifæri til hagkvæmari reksturs. Með fleiri nemendum er hægt að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum og auka þannig val fyrir nemendur. Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ef breytingarnar eiga að leiða til framfara og ná tilgangi sínum,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Með sameiningu þá aukum við hagkvæmni í skipulagi námsins og skólanna sem gerir okkur kleift að auka gæði og framboð bæði bók- og starfsnáms. Allt rímar þetta vel við menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem öll geta lært og öll skipta máli. Auk þess hefur það verið sérstakt forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að efla iðn- og starfsnám sem ég tel að hinn sameinaði skóli muni geta gert með sóma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. 21. maí 2023 14:00