Draumur Björgvins að færa íþróttir enn nær því að vera fyrir alla Aron Guðmundsson skrifar 6. september 2023 17:30 Auk þess að vera á fullu í handboltanum gegnir Björgvin Páll formennsku í Íþróttanefnd ríkisins Vísir/Vilhelm Íþróttanefnd ríkisins auglýsir nú eftir umsóknum í Íþróttasjóð fyrir næsta ár. Formaður nefndarinnar, íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson segir svona sjóð skipta alveg gríðarlega miklu máli en umsóknarfrestur um úthlutun úr sjóðnum er opinn fram í byrjun október. „Svona sjóður getur haft mikið að segja,“ segir Björgvin Páll aðspurður hver mikilvægi svona sjóðs eins og íþróttasjóðs sé. „Til að mynda fyrir minni félögin úti á landi þegar kemur að aðstöðu og eins fyrir stærri félögin þegar kemur að fræðslu og forvörnum þar sem iðkendafjöldin er mikill. Fræðsla og forvarnir eru fyrir mér sterkar stoðir í íþróttum og mér finnst að íþróttafélög megi gera miklu betur þar. Stóra markmiðið held ég að ætti að vera að auka vellíðan innan íslenskrar íþróttahreyfingar.“ Íþróttasjóður styrkir aðstöðu til íþróttaiðkunnar, íþróttarannsókna og útbreiðslu-og fræðsluverkefna. Nefndin setur á hverju tímabili ákveðnar áherslur sem bæði rýma við samfélagið, áherslu íþróttastefnu, áherslur ráðherra o.fl. en í þetta skiptið er lögð áhersla á inngildingu. „Inngilding er nokkuð vítt hugtak og nær yfir mikilvægi þess að allir, óháð uppruna, þjóðerni, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta. Fyrir mér nær hugtakið einnig utan um börn með greiningar svo eitthvað sé nefnt. Ég persónulega væri til að mynda spenntur fyrir því að sjá umsóknir sem einmitt tengjast fræðslu gagnvart þessum hópum til þess að auka skilning á því að við erum ekki öll eins. Mér finnst fræðsluverkefnahlutinn allur mjög spennandi enda sjálfur verið að hrærast í þeim heim og finnst börnunum okkar vanta fleiri vopn til að takast á við íþróttirnar, skólann og allt sem lífið hendir í börnin okkar. Eins finnst mér gríðarlega þörf á foreldrarfræðslu almennt séð þegar kemur að börnum og íþróttum.“ Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum í gegnum umsóknarform á vef Rannís. „Íþróttir fyrir alla“ Ekki er ýkja langt síðan að Björgvin Páll tók við formennsku í Íþróttanefnd ríkisins. „Það er heiður að fá að gegna formennsku í þessari mikilvægu nefnd sem hefur rætur að rekja aftur til ársins 1940 ef mig minnir rétt. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessum jarðýtum sem skipa nefndina en hópurinn stútfullur af fagfólki með misjafnan bakgrunn og úr ólíkum íþróttagreinum.“ Íþróttanefnd ríkisins Björgvin Páll vill, sem formaður nefndarinnar, gera tilraun til að færa íþróttirnar enn nær því að standa undir orðunum „íþróttir fyrir alla.“ „Ég trúi því að við gerum það með því að fækka þröskuldum, fjárhaglegum og andlegum, og með því gera íþróttirnar stað þar sem sem flestir fá að tilheyra.“ Íþróttanefnd ríkisins gegnir meðal annars því hlutverki að veita barna- og menntamálaráðuneytinu ráðgjöf í íþróttamálum og gerir tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. Eins kemur hún að endurskoðun á íþróttastefnunni, íþróttalögunum svo eitthvað sé nefnt. „Eins eru mjög spennandi hlutir í gangi á næstu misserum eins og bygging nýs þjóðarleikvangs, Vésteinn Hafsteinsson að setja púður í afrekssmál og eins verið að gefa í tengt almenningsíþróttum, þátttöku fatlaðra í íþróttum og eins barna af erlendum uppruna.“ Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Sjá meira
„Svona sjóður getur haft mikið að segja,“ segir Björgvin Páll aðspurður hver mikilvægi svona sjóðs eins og íþróttasjóðs sé. „Til að mynda fyrir minni félögin úti á landi þegar kemur að aðstöðu og eins fyrir stærri félögin þegar kemur að fræðslu og forvörnum þar sem iðkendafjöldin er mikill. Fræðsla og forvarnir eru fyrir mér sterkar stoðir í íþróttum og mér finnst að íþróttafélög megi gera miklu betur þar. Stóra markmiðið held ég að ætti að vera að auka vellíðan innan íslenskrar íþróttahreyfingar.“ Íþróttasjóður styrkir aðstöðu til íþróttaiðkunnar, íþróttarannsókna og útbreiðslu-og fræðsluverkefna. Nefndin setur á hverju tímabili ákveðnar áherslur sem bæði rýma við samfélagið, áherslu íþróttastefnu, áherslur ráðherra o.fl. en í þetta skiptið er lögð áhersla á inngildingu. „Inngilding er nokkuð vítt hugtak og nær yfir mikilvægi þess að allir, óháð uppruna, þjóðerni, húðlitar, menningar, trúar- og lífsskoðana eða annarra mismununarþátta. Fyrir mér nær hugtakið einnig utan um börn með greiningar svo eitthvað sé nefnt. Ég persónulega væri til að mynda spenntur fyrir því að sjá umsóknir sem einmitt tengjast fræðslu gagnvart þessum hópum til þess að auka skilning á því að við erum ekki öll eins. Mér finnst fræðsluverkefnahlutinn allur mjög spennandi enda sjálfur verið að hrærast í þeim heim og finnst börnunum okkar vanta fleiri vopn til að takast á við íþróttirnar, skólann og allt sem lífið hendir í börnin okkar. Eins finnst mér gríðarlega þörf á foreldrarfræðslu almennt séð þegar kemur að börnum og íþróttum.“ Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum í gegnum umsóknarform á vef Rannís. „Íþróttir fyrir alla“ Ekki er ýkja langt síðan að Björgvin Páll tók við formennsku í Íþróttanefnd ríkisins. „Það er heiður að fá að gegna formennsku í þessari mikilvægu nefnd sem hefur rætur að rekja aftur til ársins 1940 ef mig minnir rétt. Það eru forréttindi að fá að vinna með þessum jarðýtum sem skipa nefndina en hópurinn stútfullur af fagfólki með misjafnan bakgrunn og úr ólíkum íþróttagreinum.“ Íþróttanefnd ríkisins Björgvin Páll vill, sem formaður nefndarinnar, gera tilraun til að færa íþróttirnar enn nær því að standa undir orðunum „íþróttir fyrir alla.“ „Ég trúi því að við gerum það með því að fækka þröskuldum, fjárhaglegum og andlegum, og með því gera íþróttirnar stað þar sem sem flestir fá að tilheyra.“ Íþróttanefnd ríkisins gegnir meðal annars því hlutverki að veita barna- og menntamálaráðuneytinu ráðgjöf í íþróttamálum og gerir tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. Eins kemur hún að endurskoðun á íþróttastefnunni, íþróttalögunum svo eitthvað sé nefnt. „Eins eru mjög spennandi hlutir í gangi á næstu misserum eins og bygging nýs þjóðarleikvangs, Vésteinn Hafsteinsson að setja púður í afrekssmál og eins verið að gefa í tengt almenningsíþróttum, þátttöku fatlaðra í íþróttum og eins barna af erlendum uppruna.“
Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Sjá meira