Þá sótti Lions sjálfa meistarana í Kansas City Chiefs heim. Ljónin mættu með klærnar úti og sönnuðu að þau eru orðin að alvöru liði. Mjög svo óvæntur útisigur, 20-21.
Football is awesome 💙 #DETvsKC@aidanhutch97 | @Lions pic.twitter.com/YqGdQwgmVm
— NFL (@NFL) September 8, 2023
Lions-liðið sýndi á síðari hluta síðasta tímabils að það er orðið ansi gott. Liðið styrkti sig enn frekar fyrir tímabilið og ætlar sér augljóslega stóra hluti í ár. Það verður að taka liðið alvarlega.
Lions spilaði vel en Kansas fékk svo sannarlega tækifæri til þess að klára leikinn og það nokkrum sinnum.
Chiefs var án síns besta grípara, Travis Kelce, og félagar hans náðu ekki að fylla skarðið. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, leitaði mikið til Kadarius Toney en sá átti hörmulegan dag.
DAVID MONTGOMERY PUTS THE LIONS IN THE LEAD
— NFL (@NFL) September 8, 2023
📺: #Kickoff2023 on NBC
📱: Stream on #NFLPlus https://t.co/EBLJ3Rwf5g pic.twitter.com/I2skW3lwyQ
Hann missti boltann þrisvar sinnum í leiknum og þar af einu sinni í hendurnar á leikmanni Lions sem síðan skoraði.
Alls misstu útherjar Chiefs boltann fjórum sinnum og þeir gripu aðeins tvær af tólf sendingum Mahomes í síðari hálfleik.
Right place, right time @BrianBB_1
— NFL (@NFL) September 8, 2023
📺: #Kickoff2023 on NBC
📱: Stream on #NFLPlus https://t.co/EBLJ3Rwf5g pic.twitter.com/sKFiV2epWA
Frábær byrjun fyrir Lions en það þarf samt enginn að hafa miklar áhyggjur af Höfðingjunum. Þeir munu vakna til lífsins.