Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2023 10:54 Neytendastofa taldi hæfilegt að sekta Healing Iceland um 100 þúsund krónur vegna brota sinna sem metin voru alvarleg. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar segir að neytendur eigi að geta stólað á að fullyrðingar um eins mikilvæga hagsmuni og heilsu manna væru sannar. Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrtivöru sem sé sögð hafa virkni sem lyf og krefjist markaðsleyfis til að selja hér á landi. „Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leiti og byggi kauphegðun sína á þeim. Taldi stofnunin þ.a.l. að viðskiptahættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Hélt Healing Iceland því m.a. fram að rannsókn á heimasíðu félagsins, sem skrifuð var af fyrirsvarsmanni félagsins um stöðu CBD í dag, væri fræðigrein sem byggð væri á viðeigandi heimildum. Neytendastofa benti hins vegar á að meta bæri markaðsefni félagsins heildstætt. Bæri því að líta á birtar færslur á sölusíðu félagsins sem markaðssetningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafnframt finna mynd af einni vöru félagsins. Benti stofnunin jafnframt á að það væri einfaldlega bannað að fullyrða um lyfjavirkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðsleyfi sem lyf. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Lyf Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar segir að neytendur eigi að geta stólað á að fullyrðingar um eins mikilvæga hagsmuni og heilsu manna væru sannar. Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrtivöru sem sé sögð hafa virkni sem lyf og krefjist markaðsleyfis til að selja hér á landi. „Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leiti og byggi kauphegðun sína á þeim. Taldi stofnunin þ.a.l. að viðskiptahættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Hélt Healing Iceland því m.a. fram að rannsókn á heimasíðu félagsins, sem skrifuð var af fyrirsvarsmanni félagsins um stöðu CBD í dag, væri fræðigrein sem byggð væri á viðeigandi heimildum. Neytendastofa benti hins vegar á að meta bæri markaðsefni félagsins heildstætt. Bæri því að líta á birtar færslur á sölusíðu félagsins sem markaðssetningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafnframt finna mynd af einni vöru félagsins. Benti stofnunin jafnframt á að það væri einfaldlega bannað að fullyrða um lyfjavirkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðsleyfi sem lyf. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Lyf Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira