Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2023 10:54 Neytendastofa taldi hæfilegt að sekta Healing Iceland um 100 þúsund krónur vegna brota sinna sem metin voru alvarleg. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar segir að neytendur eigi að geta stólað á að fullyrðingar um eins mikilvæga hagsmuni og heilsu manna væru sannar. Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrtivöru sem sé sögð hafa virkni sem lyf og krefjist markaðsleyfis til að selja hér á landi. „Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leiti og byggi kauphegðun sína á þeim. Taldi stofnunin þ.a.l. að viðskiptahættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Hélt Healing Iceland því m.a. fram að rannsókn á heimasíðu félagsins, sem skrifuð var af fyrirsvarsmanni félagsins um stöðu CBD í dag, væri fræðigrein sem byggð væri á viðeigandi heimildum. Neytendastofa benti hins vegar á að meta bæri markaðsefni félagsins heildstætt. Bæri því að líta á birtar færslur á sölusíðu félagsins sem markaðssetningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafnframt finna mynd af einni vöru félagsins. Benti stofnunin jafnframt á að það væri einfaldlega bannað að fullyrða um lyfjavirkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðsleyfi sem lyf. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Lyf Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Frá þessu segir á vef Neytendastofu. Þar segir að neytendur eigi að geta stólað á að fullyrðingar um eins mikilvæga hagsmuni og heilsu manna væru sannar. Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrtivöru sem sé sögð hafa virkni sem lyf og krefjist markaðsleyfis til að selja hér á landi. „Það sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leiti og byggi kauphegðun sína á þeim. Taldi stofnunin þ.a.l. að viðskiptahættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Hélt Healing Iceland því m.a. fram að rannsókn á heimasíðu félagsins, sem skrifuð var af fyrirsvarsmanni félagsins um stöðu CBD í dag, væri fræðigrein sem byggð væri á viðeigandi heimildum. Neytendastofa benti hins vegar á að meta bæri markaðsefni félagsins heildstætt. Bæri því að líta á birtar færslur á sölusíðu félagsins sem markaðssetningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafnframt finna mynd af einni vöru félagsins. Benti stofnunin jafnframt á að það væri einfaldlega bannað að fullyrða um lyfjavirkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðsleyfi sem lyf. Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Lyf Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira