50 ár liðin frá herforingjabyltingunni í Chile Gylfi Páll Hersir skrifar 11. september 2023 08:30 Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap. Þúsundir voru teknir af lífi, tugþúsundum var smalað inn á íþróttaleikvang höfuðborgarinnar Santiago (margir áttu ekki afturkvæmt, m.a. var tónlistamaðurinn Viktor Jara limlestur og myrtur þar á hræðilegan hátt) og skelfilegar pyntingar á almenningi áttu sér stað. Mörgum tókst að koma sér úr landi. Ég kynntist nokkrum þeirra á námsárum mínum í Danmörku. Hreyfingar spruttu víða upp til stuðnings alþýðu manna í Chile. Hér á landi hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings þennan dag í september, gefnir út bæklingar og gerðir útvarpsþættir. Mogginn og Ríkisútvarpið sýndu valdatökunni hins vegar skilning eða beinan stuðning. Ekkert heyrðist lengi vel frá utanríkisráðherra Íslands, öfugt við kollegana á öllum hinum Norðurlöndunum, fylgispektin við Bandaríkin var í fyrirrúmi. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ríkisstjórn Allende og stefnu hennar. Áfallið var því mikið og vakti víða mikil mótmæli. Þetta var á sama tíma og Bandaríkin voru að tapa stríðinu í Víetnam og kröftug mótmæli gegn stríðsrekstri þeirra fóru víða fram. Kopar- og járnvinnsla stóð undir 80% gjaldeyris Chile á árunum fyrir 1970. Einungis 10% námanna voru í eigu Chilebúa en hin 90% voru í eigu bandarískra félaga. Þangað fór stærsti hluti afrakstursins. Þau stjórnuðu jafnframt sölu og dreifingu kopars í heiminum. Lengi var umtalsverður útflutningur landbúnaðarframleiðslu frá Chile, seinni hluta síðustu aldar neyddist Chile hins vegar til þessa að flytja inn matvæli í mjög stórum stíl. Þetta helgaðist af því að svipað og í flestum löndum Suður- og Mið-Ameríku var stærsti hluti ræktaðs lands í eigu örfárra fjölskyldna en bláfátækir leiguliðar ræktuðu landið á löngu úreltan hátt. Ólæsi var útbreitt meðal leiguliðanna, ástand heilbrigðismála skelfilegt og pólitísk réttindi þeirra takmörkuð. Allende bauð sig fyrst fram til forseta landsins 1958 og svo aftur 1964 en þá hafði Kristilegi demókratinn Eduardo Frei betur með ríkulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir róttæka stefnuskrá var ekki staðið nema að litlu leyti við loforð um jarðnæðisumbætur og jafnari tekjudreifingu. Erlendar fjárfestingar, einkum japanskra og bandarískra fyrirtækja, jukust á þessum árum. Herinn braut á bak aftur verkföll námamann í tvígang. Í kjölfarið var farið í allsherjarverkfall og gengnar kröfugöngur sem herinn réðst gegn. Þó nokkrir féllu í Santiago. Það var m.a. í þessu ljósi að kosningabandalag Allende, Alþýðufylkingin (Unidad Popular), sigraði í forsetakosningunum í september 1970. Að bandalaginu stóðu nokkrir flokkar: Sósíalistaflokkurinn (flokkur Allende), Kommúnistaflokkurinn, Róttæki-flokkurinn og klofingsbrot frá Kristilegum demókrötum auk tveggja annarra smærri flokka. Alþýðufylking Allende þjóðnýtti kopar-, saltpétur-, járn- og kolanámur auk nokkurra banka – bætur komu á móti. Lög um jarðnæðisumbætur sem fyrri stjórn hafði samþykkt en heykst á að framfylgja var hrundið í framkvæmd. Leiguliðar fengu nú jarðnæði til eigin ræktunar. Laun verkafólks hækkuðu umtalsvert og börn fengu mjólkurglas á degi hverjum. Þúsundir pólitískra fanga voru látnir lausir. Stjórnin tók upp stjórnmálasamband við Kúbu og hóf viðskipti við landið. Hún tók upp aðra stefnu í utanríkismálum og lýsti sig m.a. andsnúna innrásarstríði Bandaríkjanna í Víetnam. Strax að afstöðnum kosningunum 1970 hófu Bandaríkin efnahagsstríð á hendur Chile. Alþjóðabankinn snarminnkaði lán til landsins og erlendar fjárfestingar stöðvuðust. Innflutningur á ýmsum varahlutum og hveiti frá Bandaríkjunum hætti sem og öll efnahagsaðstoð. Bandarísk fyrirtæki sem átt höfðu koparnámurnar kváðust ekki hafa fengið nægilegar bætur fyrir þjóðnýtinguna (kunnugt stef) og reyndu að ýta Chile út af markaðnum. Bandarísku tæknifólki var þröngvað út úr námarekstrinum í þeim tilgangi að skapa vandræði við framleiðsluna. Bandarísk fyrirtæki seldu koparbirgðir sínar til þess eins að lækka heimsmarkaðsverðið á kopar (þeim tókst ætlunarverk sitt, heimsmarkaðsverðið var u.þ.b. helmingi lægra í valdatíma Allende en fyrir og eftir hann). Borgarastéttin í Chile dró úr framleiðslunni, hamstraði nauðsynjar og tók peninga út úr bönkunum. Búðareigendur og vörubílstjórar fóru í verkfall og vel stæðar konur gengu um götur og börðu á pönnur og potta. Allt var gert til að skapa ringulreið og grafa undan stjórnvöldum. Bandarískir heimsvaldasinnar tóku virkan þátt í þessu; sendiráðið, CIA og kúbanskir gagnbyltingarsinnar þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Þegar aðstoð Bandaríkjanna við Chile var hætt var tvennt undanskilið. Í fyrsta lagi héldu þau áfram að styðja (m.a. fjárhagslega) og þjálfa herinn og í öðru lagi var milljónum dollara varið til þess að trufla efnahagslífið m.a. með stuðningi við verkfall vörubílstjóra. Í skýrslu bandarískrar þingnefndar um starfsemi leyniþjónustunnar, CIA fljótlega eftir herforingjabyltinguna kom í ljós að CIA dældi peningum í andstæðinga Allende í kosningunum 1970 eins og hún hafði raunar gert 1964. Þingmönnum var mútað til þess að reyna að koma í veg fyrir samþykkt þeirra á kjöri Allende. “Fjörutíumannanefnd” Öryggisráðs Bandaríkjanna undir forsæti Henry Kissinger samþykkti ríkuleg fjárútlát til þess að skapa sem mestan glundroða í landinu eftir kosningarnar 1970. CIA studdi líka andstæðinga Allende fjárhagslega í þingkosningunum 1973. Samkvæmt vitnisburði Richard Helms forstjóra CIA varði leyniþjónustan tugum milljóna dollara til þess að valda sem mesti upplausn á þriggja ára valdatíma ríkisstjórnar Allende. Enn er ekki vitað hversu mikið fé kom til viðbótar frá stórfyrirtækjunum, innlendum sem bandarískum. Með stjórn Alþýðufylkingar Allende var ákveðin stjórnmálaleg og viðskiptaleg einangrun Kúbu rofin. Aðdáun Allende á kúbönsku byltingunni og Fídel Castro var vel kunn og var þyrnir í augum bandarískra stjórnvalda. Castro var boðið til Chile ári eftir kosningarnar og ferðaðist hann um landið í tæpan mánuð. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn hans til annars lands í Rómönsku Ameríku í 11 ár. Kúbanir studdu ávallt Allende með ráðum og dáð en þeim var líka vel ljóst að lýðræði var ekki ofarlega í huga heimsvaldasinna og ráðastéttarinnar í Chile þegar þrengja tók að hagsmunum þeirra. Allende horfði hins vegar ekki á þessa staðreynd og nýtti ekki tækifæri til þess að fylkja alþýðu manna bak við stefnu og fyrirætlanir stjórnarinnar og búa sig undir að mæta hryðjuverkum andstæðinganna. Herinn og lögreglan voru ekki bandamenn og tóku til sinna ráða þegar færi gafst með skelfilegum afleiðingum fyrir alþýðu í Chile. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og tók virkan þátt í stuðningsstarfi við alþýðu fólks í Chile hér á landi og í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Chile Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap. Þúsundir voru teknir af lífi, tugþúsundum var smalað inn á íþróttaleikvang höfuðborgarinnar Santiago (margir áttu ekki afturkvæmt, m.a. var tónlistamaðurinn Viktor Jara limlestur og myrtur þar á hræðilegan hátt) og skelfilegar pyntingar á almenningi áttu sér stað. Mörgum tókst að koma sér úr landi. Ég kynntist nokkrum þeirra á námsárum mínum í Danmörku. Hreyfingar spruttu víða upp til stuðnings alþýðu manna í Chile. Hér á landi hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings þennan dag í september, gefnir út bæklingar og gerðir útvarpsþættir. Mogginn og Ríkisútvarpið sýndu valdatökunni hins vegar skilning eða beinan stuðning. Ekkert heyrðist lengi vel frá utanríkisráðherra Íslands, öfugt við kollegana á öllum hinum Norðurlöndunum, fylgispektin við Bandaríkin var í fyrirrúmi. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ríkisstjórn Allende og stefnu hennar. Áfallið var því mikið og vakti víða mikil mótmæli. Þetta var á sama tíma og Bandaríkin voru að tapa stríðinu í Víetnam og kröftug mótmæli gegn stríðsrekstri þeirra fóru víða fram. Kopar- og járnvinnsla stóð undir 80% gjaldeyris Chile á árunum fyrir 1970. Einungis 10% námanna voru í eigu Chilebúa en hin 90% voru í eigu bandarískra félaga. Þangað fór stærsti hluti afrakstursins. Þau stjórnuðu jafnframt sölu og dreifingu kopars í heiminum. Lengi var umtalsverður útflutningur landbúnaðarframleiðslu frá Chile, seinni hluta síðustu aldar neyddist Chile hins vegar til þessa að flytja inn matvæli í mjög stórum stíl. Þetta helgaðist af því að svipað og í flestum löndum Suður- og Mið-Ameríku var stærsti hluti ræktaðs lands í eigu örfárra fjölskyldna en bláfátækir leiguliðar ræktuðu landið á löngu úreltan hátt. Ólæsi var útbreitt meðal leiguliðanna, ástand heilbrigðismála skelfilegt og pólitísk réttindi þeirra takmörkuð. Allende bauð sig fyrst fram til forseta landsins 1958 og svo aftur 1964 en þá hafði Kristilegi demókratinn Eduardo Frei betur með ríkulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir róttæka stefnuskrá var ekki staðið nema að litlu leyti við loforð um jarðnæðisumbætur og jafnari tekjudreifingu. Erlendar fjárfestingar, einkum japanskra og bandarískra fyrirtækja, jukust á þessum árum. Herinn braut á bak aftur verkföll námamann í tvígang. Í kjölfarið var farið í allsherjarverkfall og gengnar kröfugöngur sem herinn réðst gegn. Þó nokkrir féllu í Santiago. Það var m.a. í þessu ljósi að kosningabandalag Allende, Alþýðufylkingin (Unidad Popular), sigraði í forsetakosningunum í september 1970. Að bandalaginu stóðu nokkrir flokkar: Sósíalistaflokkurinn (flokkur Allende), Kommúnistaflokkurinn, Róttæki-flokkurinn og klofingsbrot frá Kristilegum demókrötum auk tveggja annarra smærri flokka. Alþýðufylking Allende þjóðnýtti kopar-, saltpétur-, járn- og kolanámur auk nokkurra banka – bætur komu á móti. Lög um jarðnæðisumbætur sem fyrri stjórn hafði samþykkt en heykst á að framfylgja var hrundið í framkvæmd. Leiguliðar fengu nú jarðnæði til eigin ræktunar. Laun verkafólks hækkuðu umtalsvert og börn fengu mjólkurglas á degi hverjum. Þúsundir pólitískra fanga voru látnir lausir. Stjórnin tók upp stjórnmálasamband við Kúbu og hóf viðskipti við landið. Hún tók upp aðra stefnu í utanríkismálum og lýsti sig m.a. andsnúna innrásarstríði Bandaríkjanna í Víetnam. Strax að afstöðnum kosningunum 1970 hófu Bandaríkin efnahagsstríð á hendur Chile. Alþjóðabankinn snarminnkaði lán til landsins og erlendar fjárfestingar stöðvuðust. Innflutningur á ýmsum varahlutum og hveiti frá Bandaríkjunum hætti sem og öll efnahagsaðstoð. Bandarísk fyrirtæki sem átt höfðu koparnámurnar kváðust ekki hafa fengið nægilegar bætur fyrir þjóðnýtinguna (kunnugt stef) og reyndu að ýta Chile út af markaðnum. Bandarísku tæknifólki var þröngvað út úr námarekstrinum í þeim tilgangi að skapa vandræði við framleiðsluna. Bandarísk fyrirtæki seldu koparbirgðir sínar til þess eins að lækka heimsmarkaðsverðið á kopar (þeim tókst ætlunarverk sitt, heimsmarkaðsverðið var u.þ.b. helmingi lægra í valdatíma Allende en fyrir og eftir hann). Borgarastéttin í Chile dró úr framleiðslunni, hamstraði nauðsynjar og tók peninga út úr bönkunum. Búðareigendur og vörubílstjórar fóru í verkfall og vel stæðar konur gengu um götur og börðu á pönnur og potta. Allt var gert til að skapa ringulreið og grafa undan stjórnvöldum. Bandarískir heimsvaldasinnar tóku virkan þátt í þessu; sendiráðið, CIA og kúbanskir gagnbyltingarsinnar þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Þegar aðstoð Bandaríkjanna við Chile var hætt var tvennt undanskilið. Í fyrsta lagi héldu þau áfram að styðja (m.a. fjárhagslega) og þjálfa herinn og í öðru lagi var milljónum dollara varið til þess að trufla efnahagslífið m.a. með stuðningi við verkfall vörubílstjóra. Í skýrslu bandarískrar þingnefndar um starfsemi leyniþjónustunnar, CIA fljótlega eftir herforingjabyltinguna kom í ljós að CIA dældi peningum í andstæðinga Allende í kosningunum 1970 eins og hún hafði raunar gert 1964. Þingmönnum var mútað til þess að reyna að koma í veg fyrir samþykkt þeirra á kjöri Allende. “Fjörutíumannanefnd” Öryggisráðs Bandaríkjanna undir forsæti Henry Kissinger samþykkti ríkuleg fjárútlát til þess að skapa sem mestan glundroða í landinu eftir kosningarnar 1970. CIA studdi líka andstæðinga Allende fjárhagslega í þingkosningunum 1973. Samkvæmt vitnisburði Richard Helms forstjóra CIA varði leyniþjónustan tugum milljóna dollara til þess að valda sem mesti upplausn á þriggja ára valdatíma ríkisstjórnar Allende. Enn er ekki vitað hversu mikið fé kom til viðbótar frá stórfyrirtækjunum, innlendum sem bandarískum. Með stjórn Alþýðufylkingar Allende var ákveðin stjórnmálaleg og viðskiptaleg einangrun Kúbu rofin. Aðdáun Allende á kúbönsku byltingunni og Fídel Castro var vel kunn og var þyrnir í augum bandarískra stjórnvalda. Castro var boðið til Chile ári eftir kosningarnar og ferðaðist hann um landið í tæpan mánuð. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn hans til annars lands í Rómönsku Ameríku í 11 ár. Kúbanir studdu ávallt Allende með ráðum og dáð en þeim var líka vel ljóst að lýðræði var ekki ofarlega í huga heimsvaldasinna og ráðastéttarinnar í Chile þegar þrengja tók að hagsmunum þeirra. Allende horfði hins vegar ekki á þessa staðreynd og nýtti ekki tækifæri til þess að fylkja alþýðu manna bak við stefnu og fyrirætlanir stjórnarinnar og búa sig undir að mæta hryðjuverkum andstæðinganna. Herinn og lögreglan voru ekki bandamenn og tóku til sinna ráða þegar færi gafst með skelfilegum afleiðingum fyrir alþýðu í Chile. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og tók virkan þátt í stuðningsstarfi við alþýðu fólks í Chile hér á landi og í Danmörku.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun