Eins og gott hjónabandspróf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 21:00 Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi eiga bátana Von og Skuld. arnar halldórsson Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við. Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við.
Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira