Liður í að jafna tækifæri allra barna Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 14. september 2023 11:00 Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun