Myndband af hinum unga Lil Franco, sem kallar sig stundum „Mini Cheetah,“ fór eins og eldur um sinu um netheima á dögunum. Franco var þá að spila amerískan fótbolta með vinum sínum, klæddur í Miami Dolphins treyju merktri Tyreek Hill, og reyndi eftir bestu getu að herma eftir átrúnaðargoði sínu.
Hill, sem oft er kallaður „Cheetah,“ gat ekki annað en dáðst að hæfileikum Franco. Sá stutti lék á als oddi í myndbandinu og Hill gerði sér ferð til að hitta þennan hæfileikaríka dreng.
Hill kom drengnum og vinum hans heldur betur á óvart og færði Lil Franco áritaða treyju sem hann hafði klæðst í sigri gegn Los Angeles Chargers nokkrum dögum áður.
A nice moment here between a young fan and #Dolphins WR Tyreek Hill.
— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) September 14, 2023
Hill met a kid that went viral playing football wearing his jersey
Hill came to play with the kids and give him a signed jersey
Nice gesture, the kid will probably never forget it ❤pic.twitter.com/t9kKo4dm5I https://t.co/LJ3Gg9Grwf