Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 06:48 Erna Ýr Öldudóttir er annar tveggja Íslendinga sem ferðaðist til Úkraínu til að taka þátt í „kosningaeftirliti“. Vísir Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira