Herminám í heilbrigðisvísindum - spennandi tímar framundan! Þorsteinn Jónsson og Hrund Sch. Thorsteinsson skrifa 16. september 2023 07:01 Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Sífellt fleiri sem koma að kennslu í heilbrigðisvísindum sjá hag í því að breyta kennsluháttum í átt að hermikennslu, með ávinning þátttakenda og sjúklinga að leiðarljósi. Hermikennsla er að sama skapi talin henta vel samhliða nýstárlegum kennsluaðferðum, svo sem sýndarveruleika og ýmislegt sem bendir til þess að hann eigi einnig eftir að verða snar þáttur í allri kennslu í heilbrigðisvísindum á komandi misserum. En hvað er hermikennsla? Um er að ræða þýðingu á enska hugtakinu Simulation. Hermikennsla er vel skilgreind og öguð kennsluaðferð, þar sem gjarnan er stuðst við tölvustýrða sýndarsjúklinga og líkt eftir raunverulegum aðstæðum í öruggu umhverfi. Þannig gefst þátttakendum tækifæri til að upplifa, læra og þjálfa viðbrögð við margs konar tilvikum, flóknum sem sjaldgæfum sem upp geta komið á heilbrigðisstofnunum. Kennslan fer fram undir stjórn hermileiðbeinenda, sem hefur það megin markmið að aðstoða þátttakendur við að bæta þekkingu og færni út frá forsendum þeirra sem taka þátt hverju sinni. Kennslan er því einstaklingsmiðuð, þar sem hver þátttakandi bætir við þekkingu og færni á eigin forsendum. Líkt og um allan heim, hefur hermikennsla í heilbrigðisvísinum vaxið á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma. Segja má að formleg hermikennsla hafi hafist hér á landi fyrir um 15 árum þegar Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eignaðist sinn fyrsta tölvustýrða sýndarsjúkling, og á svipuðum tíma sóttu fyrstu leiðbeinendur formlega menntun og þjálfun í hermikennslu. Kennslurýmið sem ætlað var fyrsta sýndarsjúklingnum var um 8m2 gluggalaust kjallaraherbergi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil uppbygging í menntun leiðbeinenda og allri umgjörð í hermikennslu á sviði heilbrigðisvísinda átt sér stað. Með aukinni hermikennslu, m.a. vegna fjölgunar nemenda í hjúkrunarfræði, hefur sýnt sig að mjög vantar upp á aðstöðu og búnað. Landspítali (LSP) hefur verið leiðandi hér á landi í hermikennslu, þá hefur einnig átt sér stað markviss uppbygging innan Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins svo dæmi séu tekin. Í fremur fámennu landi eins og Íslandi er óhagkvæmt að margir aðilar setji upp upp aðstöðu og búnað, sem bæði er sérhæfður og dýr, auk þess sem kennslukraftar þeirra sem hlotið hafa þjálfun nýtast betur með samnýtingu á hermisetri. Með sameiginlegum markmiðum og framsýni getum við hér á landi skipað okkur í fremstu röð á heimsvísu á sviði hermikennslu. Að þessu sögðu, þá er afar ánægjuleg þróun að eiga sér stað í samstarfi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala, sem tekið hafa höndum saman við að byggja upp sameiginlegt sérhannað færni- og hermikennslusetur, sem áætlað er að taka í notkun á haustmánuðum. Samstarfið er tilkomið vegna styrks úr Samstarfssjóði háskóla, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið taka höndum saman við að efla færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Aðstaðan hvílir á þeim trausta grunni sem Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Landspítali hafa komið á laggirnar og mun nýtt setur gjörbylta möguleikum til sinna verklegri kennslu á öllum sviðum heilbrigðisvísinda, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Með nýju setri verður einnig til aðstaða til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í hermikennslu, sem mun nýtast í auknu samstarfi háskóla á Íslandi. Með nýrri aðstöðu verður t.a.m. hægt að leggja enn frekari áherslu á kennslu og þjálfun í samskiptum og teymisvinnu, en ítrekað hefur komið fram í rannsóknum að samskiptabrestur í teymisvinnu er sá þáttur sem oftast fer úrskeiðis þegar atvik eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni. Í sameiginlegu hermisetri, gefst klínísku starfsfólki tækifæri til að stunda símenntun í sama umhverfi og nemendur. Slíkt hefur jákvæðan ávinning í báðar áttir, þ.e. nemendur geta miðlað nýrri þekkingu til starfandi heilbrigðisstarfsfólks og nemendur tengjast klínískum fyrirmyndum í öruggu kennsluumhverfi. Ætla má að þessir sameiginlegu snertifletir komi til með að auka gæði og efla öryggi sjúklinga, jafnvel flýta fyrir því að nemendur nái tökum á starfi sínu. Fleira er hægt að telja til, en með nýrri aðstöðu aukast möguleikar á að prófa tæki, ferla og aðbúnað sem verið að er hanna í nýjum Landspítala. Með því móti er hægt að reyna hvernig hlutir virka í hermisetri áður en í stærra samhengi er komið. Auk framan greindra dæma þá gefst heilbrigðisstarfsfólki framtíðarinnar tækifæri að öðlast öryggi í notkun á búnaði eða aðstæðum, sem þau koma síðan til með að beita í klínísku starfi. Sýnt hefur verið fram á að markvisst herminám minnki streitu og getur þar af leiðandi hugsanlega haft áhrif á starfsmannaveltu og laðað að heilbrigðisstarfsfólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Ítrekað er rætt um skort á heilbrigðisstarfsfólki. Vel hannað og skilvirkt hermisetur er ein grunnforsenda þess að hægt sé að fjölga nemendum í heilbrigðisvísindum, því heilbrigðisstofnanir hér á landi eru margar komnar að þolmörkum með móttöku nemenda og klínísk námspláss. Þess utan sem námstækifæri í klínísku umhverfi eru misjöfn og oft tilviljunarkennd. Í hermisetri er hægt að kenna og þjálfa nánast allt sem fram fer í klínísku starfi, hægt að stoppa kennsluna hvenær sem er, ræða og lagfæra, endurtaka eins oft og þörf er á, sem og auka eða minnka erfiðleikastig viðfangsefnisins, allt eftir þörfum og getu þátttakenda. Framtíðin á Íslandi er björt þegar kemur að hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri vegferð að byggja upp og efla alla umgjörð í tengslum við þessa gagnlegu kennsluaðferð sem ljóst er að mun vaxa á komandi árum. Gaman væri að sjá notkun á hermikennslu víkka enn frekar, og sjá til að mynda löggæslu, sjúkraflutninga og aðra sem starfa við samfélagsþjónustu sameinast undir einu allsherjar hermisetri Íslands (HermÍS). Vikuna 18.-22. september n.k. fer fram alþjóðleg herminámsvika. Megin markmið hennar er að vekja athygli herminámi í heilbrigðisvísindum. Hermileiðbeinendur og aðrir sem koma að slíkri kennslu út um allan heim verða áberandi á ýmsum vettvangi að kynna hermikennslu í víðu samhengi. Áhugasöm geta fylgst með á öllum helstu samfélagsmiðlum undir merkinu #HcSimWeek23. Þorsteinn er sérfræðingur í hjúkrun og aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Hrund er deildarstjóri menntadeildar Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Landspítalinn Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Sífellt fleiri sem koma að kennslu í heilbrigðisvísindum sjá hag í því að breyta kennsluháttum í átt að hermikennslu, með ávinning þátttakenda og sjúklinga að leiðarljósi. Hermikennsla er að sama skapi talin henta vel samhliða nýstárlegum kennsluaðferðum, svo sem sýndarveruleika og ýmislegt sem bendir til þess að hann eigi einnig eftir að verða snar þáttur í allri kennslu í heilbrigðisvísindum á komandi misserum. En hvað er hermikennsla? Um er að ræða þýðingu á enska hugtakinu Simulation. Hermikennsla er vel skilgreind og öguð kennsluaðferð, þar sem gjarnan er stuðst við tölvustýrða sýndarsjúklinga og líkt eftir raunverulegum aðstæðum í öruggu umhverfi. Þannig gefst þátttakendum tækifæri til að upplifa, læra og þjálfa viðbrögð við margs konar tilvikum, flóknum sem sjaldgæfum sem upp geta komið á heilbrigðisstofnunum. Kennslan fer fram undir stjórn hermileiðbeinenda, sem hefur það megin markmið að aðstoða þátttakendur við að bæta þekkingu og færni út frá forsendum þeirra sem taka þátt hverju sinni. Kennslan er því einstaklingsmiðuð, þar sem hver þátttakandi bætir við þekkingu og færni á eigin forsendum. Líkt og um allan heim, hefur hermikennsla í heilbrigðisvísinum vaxið á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma. Segja má að formleg hermikennsla hafi hafist hér á landi fyrir um 15 árum þegar Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eignaðist sinn fyrsta tölvustýrða sýndarsjúkling, og á svipuðum tíma sóttu fyrstu leiðbeinendur formlega menntun og þjálfun í hermikennslu. Kennslurýmið sem ætlað var fyrsta sýndarsjúklingnum var um 8m2 gluggalaust kjallaraherbergi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil uppbygging í menntun leiðbeinenda og allri umgjörð í hermikennslu á sviði heilbrigðisvísinda átt sér stað. Með aukinni hermikennslu, m.a. vegna fjölgunar nemenda í hjúkrunarfræði, hefur sýnt sig að mjög vantar upp á aðstöðu og búnað. Landspítali (LSP) hefur verið leiðandi hér á landi í hermikennslu, þá hefur einnig átt sér stað markviss uppbygging innan Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins svo dæmi séu tekin. Í fremur fámennu landi eins og Íslandi er óhagkvæmt að margir aðilar setji upp upp aðstöðu og búnað, sem bæði er sérhæfður og dýr, auk þess sem kennslukraftar þeirra sem hlotið hafa þjálfun nýtast betur með samnýtingu á hermisetri. Með sameiginlegum markmiðum og framsýni getum við hér á landi skipað okkur í fremstu röð á heimsvísu á sviði hermikennslu. Að þessu sögðu, þá er afar ánægjuleg þróun að eiga sér stað í samstarfi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala, sem tekið hafa höndum saman við að byggja upp sameiginlegt sérhannað færni- og hermikennslusetur, sem áætlað er að taka í notkun á haustmánuðum. Samstarfið er tilkomið vegna styrks úr Samstarfssjóði háskóla, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið taka höndum saman við að efla færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Aðstaðan hvílir á þeim trausta grunni sem Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Landspítali hafa komið á laggirnar og mun nýtt setur gjörbylta möguleikum til sinna verklegri kennslu á öllum sviðum heilbrigðisvísinda, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Með nýju setri verður einnig til aðstaða til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í hermikennslu, sem mun nýtast í auknu samstarfi háskóla á Íslandi. Með nýrri aðstöðu verður t.a.m. hægt að leggja enn frekari áherslu á kennslu og þjálfun í samskiptum og teymisvinnu, en ítrekað hefur komið fram í rannsóknum að samskiptabrestur í teymisvinnu er sá þáttur sem oftast fer úrskeiðis þegar atvik eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni. Í sameiginlegu hermisetri, gefst klínísku starfsfólki tækifæri til að stunda símenntun í sama umhverfi og nemendur. Slíkt hefur jákvæðan ávinning í báðar áttir, þ.e. nemendur geta miðlað nýrri þekkingu til starfandi heilbrigðisstarfsfólks og nemendur tengjast klínískum fyrirmyndum í öruggu kennsluumhverfi. Ætla má að þessir sameiginlegu snertifletir komi til með að auka gæði og efla öryggi sjúklinga, jafnvel flýta fyrir því að nemendur nái tökum á starfi sínu. Fleira er hægt að telja til, en með nýrri aðstöðu aukast möguleikar á að prófa tæki, ferla og aðbúnað sem verið að er hanna í nýjum Landspítala. Með því móti er hægt að reyna hvernig hlutir virka í hermisetri áður en í stærra samhengi er komið. Auk framan greindra dæma þá gefst heilbrigðisstarfsfólki framtíðarinnar tækifæri að öðlast öryggi í notkun á búnaði eða aðstæðum, sem þau koma síðan til með að beita í klínísku starfi. Sýnt hefur verið fram á að markvisst herminám minnki streitu og getur þar af leiðandi hugsanlega haft áhrif á starfsmannaveltu og laðað að heilbrigðisstarfsfólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Ítrekað er rætt um skort á heilbrigðisstarfsfólki. Vel hannað og skilvirkt hermisetur er ein grunnforsenda þess að hægt sé að fjölga nemendum í heilbrigðisvísindum, því heilbrigðisstofnanir hér á landi eru margar komnar að þolmörkum með móttöku nemenda og klínísk námspláss. Þess utan sem námstækifæri í klínísku umhverfi eru misjöfn og oft tilviljunarkennd. Í hermisetri er hægt að kenna og þjálfa nánast allt sem fram fer í klínísku starfi, hægt að stoppa kennsluna hvenær sem er, ræða og lagfæra, endurtaka eins oft og þörf er á, sem og auka eða minnka erfiðleikastig viðfangsefnisins, allt eftir þörfum og getu þátttakenda. Framtíðin á Íslandi er björt þegar kemur að hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri vegferð að byggja upp og efla alla umgjörð í tengslum við þessa gagnlegu kennsluaðferð sem ljóst er að mun vaxa á komandi árum. Gaman væri að sjá notkun á hermikennslu víkka enn frekar, og sjá til að mynda löggæslu, sjúkraflutninga og aðra sem starfa við samfélagsþjónustu sameinast undir einu allsherjar hermisetri Íslands (HermÍS). Vikuna 18.-22. september n.k. fer fram alþjóðleg herminámsvika. Megin markmið hennar er að vekja athygli herminámi í heilbrigðisvísindum. Hermileiðbeinendur og aðrir sem koma að slíkri kennslu út um allan heim verða áberandi á ýmsum vettvangi að kynna hermikennslu í víðu samhengi. Áhugasöm geta fylgst með á öllum helstu samfélagsmiðlum undir merkinu #HcSimWeek23. Þorsteinn er sérfræðingur í hjúkrun og aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Hrund er deildarstjóri menntadeildar Landspítala.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar