Það hafði ekkert lið í deildinni spilað eins mörg tímabil án þess að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíð þar til það henti Patriots í gær. Ekki síðan 2001 hefur liðið hafið leiktíð á tveimur töpum.
Báðir leikir voru á heimavelli þeirra í Boston en þetta er í fyrsta sinn frá 1975 sem Patriots tapa fyrstu tveimur heimaleikjum sínum.
Liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles síðustu helgi áður en tapið fyrir Dolphins í gær bættist við. Patriots fóru hægt af stað í báðum leikjum og hafa misst boltann þrisvar í fyrsta leikhluta í fyrstu tveimur leikjunum.
Bill was disgusted
— NFL (@NFL) September 18, 2023
: #MIAvsNE on NBC
: Stream on #NFLPlus https://t.co/FhXtx7w3wW pic.twitter.com/0rm9YBTgO0
Í bæði skipti hefur liðið verið nærri því að koma til baka en tekist í hvorugt skiptið. Frammistaðan fór illa í skapið á Bill Belichick, þjálfara liðsins, sem sást í lok þriðja leikhluta í gær þegar hann kastaði inn rauða flagginu til að fá snúið dómi dómarateymisins. Í stað þess að fleygja flagginu inn á völlinn þrykkti hann því í jörðina við hlið eins dómarans sem stóð við hlið hans.
Aðspurður um hæga byrjun var svar Belichicks á blaðamannafundi í gær snarpt: „Við getum ekki kastað boltanum frá okkur.“
Næsti leikur liðsins er við New York Jets á sunnudaginn kemur. Jets-liðið tapaði í gær fyrir Dallas Cowboys eftir sigur á Buffalo Bills síðustu helgi.