Hægari efnahagsumsvif blasi við Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 08:49 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, kynnir yfirlýsinguna og útgáfu Fjármálastöðugleika í dag. Vísir/Vilhelm Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum, að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira