Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“ Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“
Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00
Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45