Erla Rún leiðir Rannsóknasetur skapandi greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2023 10:42 Erla Rún Guðmundsdóttir lærði bæði í Kaupmannahöfn og Mílanó. Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn. Háskólar Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn.
Háskólar Vistaskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira