Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. september 2023 17:01 Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30 Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun