Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 17:23 Birgitta Jeanne Sigurðardóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson segist finna fyrir miklum stuðningi þar sem að Alexöndruróló hefur verið samþykktur. Vísir/Vilhelm Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. „Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“ Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“
Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira