Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 17:23 Birgitta Jeanne Sigurðardóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson segist finna fyrir miklum stuðningi þar sem að Alexöndruróló hefur verið samþykktur. Vísir/Vilhelm Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. „Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“ Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
„Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“
Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira