Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2023 20:21 Úr myndbandi þýsks ferðamanns sem festi fjórtán tonna hertrukk á fáförnum slóða í Þjórsárverum. skjáskot Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira