Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 21:32 Áslaug Arna keypti snyrtivörur fyrir peninginn sem fólkið í Kringlunni gaf henni. Aðsend Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa. Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis. Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis.
Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira