Skokkarinn lagði Reykjavíkurborg með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 16:14 Hringtorg við Ánanaust í Vesturbæ Reykjavíkur. Hlaupastígurinn var hluti af hlaupaleið mannsins úr vinnunni. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga. Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Það var árið 2018 sem ekið var á starfsmanninn á gangbraut við Ánanaust nærri Granda í Reykjavík. Hann hafði gert samgöngusamning við Reykjavíkurborg sem fól í sér að hann lofaði að nota vistvænan samgöngumáta á leið til og frá vinnu. Starfsmaðurinn kaus að ganga til vinnu frá heimili sínu á Hagamel og í vinnuna í Laugardal. Á heimleiðinni skokkaði hann rúmlega níu kílómetra leið frá vinnustaðnum í Laugardal, eftir göngustíg á Sæbraut, út á Eiðistorg á Seltjarnarnesi og svo þaðan að heimili sínu við Hagamel. Borgin taldi leiðina óeðlilega Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Reykjavíkurborg taldi manninn ekki geta talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili heldur verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í frítíma. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Sératkvæði dómara Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri starfsmanninum bætur á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir í starfi þar sem talið var að hann hefði verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis þegar hann varð fyrir slysinu. Enda hafi leiðin sem hann hljóp ekki verið úr hófi löng og ekkert rof orðið á ferð hans. Gefa yrði þeim sem kjósa að hlaupa eða ganga milli vinnustaðar og heimilis svigrúm til að velja sér leið sem henti þeim ferðamáta. Það kæmi ekki fram í reglum um slys að starfsmenn borgarinnar yrðu að velja stystu eða beinustu leið. Starfsmaðurinn hefði kosið að hlaupa á göngu- og hlaupastígum fremur en gangstéttum umferðargatna. Tveir dómenda, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, skiluðu sératkvæði og töldu að slysið hefði verið réttilega gert upp á grundvelli reglna um slys sem starfsmenn verða fyrir utan starfs þar sem sú leið sem starfsmaðurinn kaus að fara hefði ekki verið nauðsynlegur liður í ferð hans milli vinnustaðar og heimilis.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Hlaup Tryggingar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira