Villa lenti í vandræðum með Zrinjski frá Bosníu og Hersegóvínu í kvöld. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á endanum tókst heimamönnum að knýja fram sigur.
John McGinn skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins á 94. mínútu leiksins þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Matty Cash í netið af stuttu færi.
Önnur úrslit
- Aberdeen 1-1 HJK
- AZ Alkmaar 1-0 Legia
- Cukaricki 0-2 Genk
- Fiorentina 2-2 Ferencvaros
- Nordsjælland 7-1 Ludogorets
- PAOK 2-1 Eintracht Frankfurt
- Trnava 1-2 Fenerbahce