„Kreppuhundur“ gelti ekki á Breta heldur sýndi hagkerfið viðnámsþrótt
![Hafsteini Haukssyni, hagfræðingi hjá Kviku Securities, þykir staða breska hagkerfisins sæta tíðindum í ljósi þeirra miklu áskorana sem hagkerfið hefur staðið frammi fyrir og hvað það voru miklar hrakspár settar fram síðastliðið haust um að það myndi koma kreppa og efnahagssamdráttur.](https://www.visir.is/i/6024BC96DE5B3BCA9593E3EAEC03743E0D5B16F550D2BAF3C4D71C40529DB45B_713x0.jpg)
Breska hagkerfið hefur sýnt meiri viðnámsþrótt en búist var við. „Þessi kreppuhundur sem fólk bjóst við að myndi gelta hefur þagað,“ segir hagfræðingur Kviku Securities í Bretlandi. Það skýrist annars vegar af því að verðbólguvandi hafi verið rangt greindur og hins vegar að hagkerfið var vel í stakk búið að standa af sér áföll.