Hindranir heyrnarlausra María Jonny Jóhannsdóttir skrifar 7. október 2023 15:00 Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Táknmál Heilbrigðismál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf. Ég er ekki bara heyrnarlaus heldur fæst ég við önnur veikindi og t.d. stoðkerfisvandamál og þarf því oft að leita á náðir t.d. eins og í morgun þá þurfti ég að eiga samskipti við Endurkomudeild Landspítalans Fossvogi G3. Með mér var sjálfstæður táknmálstúlkur frá túlkaþjónustu Túlkun og tal ehf. Fyrir mig sem manneskju sem þarf oft á táknmálstúlk að halda er mikilvægt að ég sjálf geti valið hver túlkar fyrir mig á hverjum tíma. Þetta eru mín mál varðandi heilsu mína og er ég mikið upp á heilbrigðiskerfið komin til að geta átt góð samskipti við þá sem mér sinna í heilbrigðiskerfinu almennt og með alla sína sérhæfingu sem varða veikindi mín. Eftir viðtalið í morgun þá var mér úthlutaður nýr tími í endurkomu. Ég tók hann og ég vildi líka að táknmálstúlkur yrði pantaður en svarið sem ég fékk við því var að „aðeins mætti panta táknmálstúlk frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH)“ og hvergi annarstaðar. Það kom mér svolítið í opna skjöldu þar sem ég vil að fengin sé túlkur frá Túlkun og tal ehf. Túlkar sem þar vinna er með nákvæmlega sömu háskólamenntun og túlkar sem starfa á SHH. Túlkun og Tal ehf fær greitt fyrir heilbrigðistúlkun. Samt má ekki panta þá. Ég bara skil ekki þetta ósamræmi. Val mitt á mínum nauðsynlega táknmálstúlk er einkis virt. Val mitt sem einstaklingur er líka einkis virt, út af hindrunum. Ég er 57 ára og ég er ekki sú eina sem þarf að nota táknmálstúlk við alls konar athafnir og fundi og eins og hér er fjallað um sérstaklega heilbrigðiskerfið. Það eru fleiri en ég, samt engin þúsund einstaklingar. Við erum öll að eldast, ýmis mein farin að hrjá okkur og þurfum meira á heilbrigðisþjónustu að halda. Þannig að sú heilbrigðisþjónusta með táknmálstúlkin ætti að vera okkur í boði óhindruðu og miðuð að okkar þörfum. Það er streituvaldandi að þurfa að kljást við hindranir alla daga og geta aldrei fengið frið fyrir þeim. Streita er líka viðurkennd sem afleiðing margra sjúkdóma sumra jafnvel lífshættulegra. Það hefur tekið mikið á hjá okkur, þó svo ég tali aðeins yfir mína hönd hérna að þurfa eilíft að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum mínum og þá sérstaklega þegar kemur mikilvægum málefnum eins og því sem varða heilsu og líf mitt. Þið sem þarna sjáið um þetta mættuð endilega laga þetta og gæta jafnræðis þ.e. að égh fái að ráða hver táknmálstúlkar fyrir mig og að SHH og Túlkun og tal ehf njóti líka jafnræðis og það sé ekki neitt „megum bara panta túlk hjá SHH“. Skoðið vel okkar vilja og hafið okkur með í ráðum. Höfundur er heyrnarlaus, með stoðkerfisvandamál/fötlun. Er notandi táknmálstúlkaþjónstu og vill að fulls jafnræði sé gætt hvarvetna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun